11.10.2009 | 15:55
"Meltdown Iceland" fær góða dóma hjá Sunday Times
Ný bók "Meltdown Iceland", eftir Roger Boyes blaðamann fær góða dóma í Sunday Times í dag. Þar er dregin upp mjög mögnuð mynd af Íslandi eins og útlendingar sjá okkur. Ekki er sú mynd falleg, en hún ætti að hjálpa fólki að skilja hvers vegna Bretar og Hollendingar geta ekki gefið eftir í Icesavemálinu.
Ég leyfi mér að vitna í bestu bitana úr ritdómi Roberts Harris, rithöfundar (en ráðlegg fólki í Hádegismóum að leggja kaffibollann frá sér svo þeim svelgist ekki á kaffinu).
"In The Mouse That Roared, Peter Seller's 1959 satire, the Duchy of Grand Fenwick declares war on the USA in the hope of getting American aid after the duchy's inevitable defeat. Almost 50 years later, the nation of Iceland embarked an almost equally insane quest, seeking to take on Wall Street and the City of London as a global economic player."
"The Sellers-like character responsible for launching Iceland on this dizzying trajectory was David Oddsson, the country's longest serving prime minister.
... The flaw in all of this, as Boyes points out, was that Iceland remained, essentiall, a small town, with a small town's blurred lines between business and politics. He calculates that the so-called "financial elite" consisted of no more than 30 people. The new banks funded the politicians who had privatised them and global expansion came to follow a familiar pattern:
- Icelandic bank with dubious credentials bids for established foreign bank using borrowed money
- Target bank eagerly takes the offered cash in the interest of shareholders, then registers doubts with FSA or other regulatory body
- FSA contacts Icelandic regulator, who offers reassurance
- Icelandic regulator attends school reunion with Icelandic bankers"
"Gradually it became clear that prime minister Oddsson had created a monster that was devouring his own country"
"It is hard to think of a European country more incompetently run in the past 20 years than Iceland. The credit crunch bankrupted the nation."
"Boyes reproduces in its entirety the chilling transcript of the telephone conversation between Britain's chancellor, Alastair Darling and his Icelandic counterpart, Arni Matthiasson, as the news broke that the Icelandic banks were intending to default on their obligations to their British customers. 'We are in a very, very difficult situation' wails Matthiasson. 'I can see that' says Darling ... in the quietly threatening manner of a mafia accountant who wants his boss's money back."
"Close to the seashore just outside Reykjavik, amid the detritus of last year's crash stands a half-built, high-rise development of luxury apartments, now abandoned. On the side of one of the buildings someone has scrawled CAPITALISM RIP. But it is Iceland that is RIP. Capitalism is still very much alive."
Íslenski loftkastalinn sem sprakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.10.2009 kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
Já það er auðvelt fyrir útlendinga núna og ekki síst Breta að hæðast að íslendingum.
Þvælan í kringum þetta er komin á það stig að allaveg ég á ekki til orð sem nær yfir þenna skípaleik. Því miður hentar staðan mörgum sem geta nú froðufellt yfir þessari óreiðu sem komin er. Heilu bækurnar eru nú skrifaðar beggja vegna hafsins og megintilgangur þeirra að sjálfsögðu sá að hvítþvo þá sem fjármagna að tjaldabaki útgáfu viðkomandi.
Nú þegar þeir hafa Bretar og Hollendingar sýnt það grímulaust að þeir reyna all hvað af tekur að forðast það að leysa ágreininginn um þessar vanskilaskuldir gamla Landbankans*, fyrrum eigenda hans og stjórnenda á jafnréttisgrundvelli - þ.e. undir hlutlausum alþjóðlegum dómi. Mikil er skömm þessarra manna og mikil er vanhæfið og ábyrgðarleysi stjórnvalda hér að keppast að því að troða þessari óreiðu upp á saklausa borgara Íslands.
Ég fullyrði það í þessari umræðu að það er einfaldlega verið að hlífa hér örfáum útvöldum stjórnmálamönnum og einstaklingum í viðskiptalífinu í þessu samhengi með því að færa ábyrgðirnar yfir á almenning. Og froðusnakk bókahöfunda er hluti af því ferli. Nánari hugleiðing mín er hér frá því í gærkveldi...
(* Sbr. kennitöluflakk stjórnvalda)
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 17:41
Hákon,
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Það hjálpar lítið að setja alla bókahöfunda undir sama hatt.
Andri Geir Arinbjarnarson, 11.10.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.