Einstaklingar brugðust ekki hugmyndafræðin

Það er ódýr afsökun að skella allri skuldinni á hugmyndafræðina.  Þetta virðist vera ein allsherjar útskýring á hruninu því þar með er hægt að komast hjá því að draga einstaklinga til ábyrgðar. Ekki má persónugera vandann, hann er alltaf kerfisbundinn á Ísland.

Málið er að einstaklingar brugðust, siðferðisþrek, kunnátta, þekking og reynsla var hreinlega ekki til staðar.  

Ef þessi svokallaða "frjálshyggjutilraun" mistókst hvað á þá að taka við, "haftatilraun" með ríkisforsjá?  

Með þessu er verið að segja að Íslendingar séu óvitar sem þurfa að vera undir stöðugri ríkisgæslu og sé ekki í neinu treystandi.  Kannski er það rétt og kannski er þetta lausnin?  Hver veit?

 


mbl.is „Tilraunin mistókst“ með herfilegum afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek heilshugar undir að einstaklingarnir brugðust, en það gerði líka kerfið sem byggði á hugmyndafræðinni.  Það má raunar segja að útfærsla, innleiðing og framkvæmd hugmyndarfræðinnar hafi brugðist.  Spurningin sem er ennþá ósvöruð hvort önnur útfærsla, innleiðing og framkvæmd hefur á endanum leitt til sömu niðurstöðu.

Ég held að flestir séu þó sammála um að hluti af því sem brást var útfærslan á eftirlitinu.  Þar sem sú útfærsla byggði á sjálfseftirliti, sem jafnframt er grundvöllur frjálshyggjunnar, þá er ekki hægt annað en að velta því upp hvort hún hafi ekki að einhverju leiti brugðist, þó það hafi ekki verið á því sviði sem almennt er litið til.

Marinó G. Njálsson, 8.10.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Mikið rétt en útfærslan, eftirlitið og framkvæmdin var öll í höndum einstaklinga.  Lönd eins og Kanada og Ástralía sem eru "nýfrjálshyggju" lönd fóru ekki nærri eins illa út úr þessu og við.  Hvers vegna?  Vegna þess að þeir höfðu reyndari og hæfari einstaklinga sem innleiddu betra og öflugar eftirlit og stjórnuðu sínum bönkum af meiri skynsemi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Andri Geir, mér finnst þú fara eins og köttur í kringum heitan graut.  Mikilvægur hluti "nýfrjálshyggjunnar" er sjálfseftirlit, þ.e. að eftirliti sé best komið í höndum markaðarins, fjármálafyrirtækjanna, o.s.frv.  Sá hluti hugmyndafræðinnar brást hvort sem það er vegna manna verka eða ekki. Sjálfseftirlitið gekk ekki upp vegna mannlegra breiskleika, þ.e. græðgi, áhættufíkn, fyrirhyggjuleysi og hömluleysi.  Hugmyndafræðin gengur út á að mönnunum sem eru í viðskiptum sé best treystandi til að vakta sjálfan sig.  Þegar mennirnir síðan bregðast, þá bregst hugmyndafræðin um leið.  Þannig, já, mennirnir brugðust, en þessi hluti hugmyndafræðinnar brást líka.  Niðurstaðan er að þurfi menn ekki að svara ytri eftirlitsaðila, þá beygi menn og fari á svig við leikreglurnar.

Marinó G. Njálsson, 8.10.2009 kl. 18:33

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nei Marinó,

Ég er ekki að fara í kringum þetta eins og heitan graut, ég vil fara beint að vandamálinu, einstaklingunum og byrja að taka til þar, fá inn nýtt fólk til að styrkja og byggja upp nýjar eftirlitsstofnanir eins og önnur lönd eru að gera.  Við er á leið þar sem gamla gengið er að telja okkur trú um að allt verði gott ef við bara treystum þeim til að velja nýtt kerfi.

Þetta er ekkert nema blekking og lýðskrum.

Kerfin verða aldrei betri en það fólk sem stendur á bak við þau.  Önnur lönd voru alls ekki fullkomin en þau höfðu að meðaltali betra og reyndara fólk og þar með betri en alls ekki fullkomið eftirlit.  Þetta er ekki svart og hvítt eins og stjórnmálamenn hér vilja halda fram.

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Andri Geir, ég er ekkert að draga úr því að það voru einstaklingar sem brugðust, en ég er líka að benda á að þeir gerðu það vegna þess að "kerfið" bauð upp á það.  Ef "kerfinu" er ekki breytt, koma bara nýir einstaklingar sem misnota það.

Ekki halda að ég sé að tala um að eftirlitsþátturinn hafi bara brugðist hér á landi.  Ég vil raunar ganga svo langt að segja, að hluti af ástæðunni fyrir því að þetta fór svo illa hjá okkur, er að íslenskum bankamönnum var hleypt inn á leikvöll sem þeir áttu ekkert erindi inn á án mjög mikil eftirlits.

Það er hægt að hártogast um það endalaust hvort nýfrjálshyggjan hafi brugðist eða ekki.  Það er alveg ljóst að kerfið sem byggt var á kenningunum brást.  Mikilvægur þáttur í kenningunum er að eftirlitið sé best komið hjá fyrirtækjunum sjálfum.  Að opinbert eftirlit sé til trafala.  Deregulagtion er alfa-omega nýfrjálshyggjunnar.

Marinó G. Njálsson, 8.10.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta á náttúrulega að vera Deregulation

Marinó G. Njálsson, 9.10.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband