Töfralausn frá Tyrklandi

Svo virðist sem að Steingrímur hafi fengið ákveðna uppljómun í hinni helgu borg Konstantínópel.  Alla vega ríkir eindrægni í flokknum um trúna þó skilji leiðir þegar að trúboðinu kemur. 

Sumir vilja fara með AGS og EB í gegnum Icesave, aðrir vilja ekki sjá þessa leið og vilja gera allt upp á eigin spýtur og einhverjir eru víst á báðum áttum.  En hvað með það, allir eru vinir og það er það sem skiptir máli.  

En er þetta ekki einmitt íslenska leiðin?  Sundurþykkja, rifrildi og stefnuleysi er oft kjarninn í aðferðafræðinni og þegar allt keyrir í strand er bara haldinn fundur og allir treysta sín heit og vináttubönd og reyna eina ferðina enn.  Er von að útlendingar hristi hausinn og botni ekkert í vitleysunni.


mbl.is Fundi VG lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hvaða trúarbrögðum er litið á Konstantínópel sem helga borg?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband