Topp eignir í Reykjavík til útvaldra líkt og í París?

Hvað gera bankarnir við allar þessar toppeignir sem þeir eru að eignast.  Hver fær að selja þetta og hirða söluþóknun?  Hver fær afnot af þessum eignum sem eru of dýrar til að seljast?

Ætlum við séum á leið inn í franska kerfi Seðlabanka Frakklands.  Sú virðulega stofnun sem var stofnuð árið 1800 af Napóleon Bonaparte hefur í gegnum aldirnar eignast eitt stærsta safn af topp íbúðum og húsum í París sem bankinn hefur þurft að taka upp í skuldir og veðköll.

Þessar íbúðir standa pólitískri elítu Frakklands til boða á kostakjörum að sagt er.  Það getur skipt sköpum að þekkja háttsetta aðila innan Banque de France ef maður er á höttunum eftir góðum og ódýrum húsnæðiskosti í París.

Ætli það sama verði upp á teningnum hér?  Mun klíka skilanefndarmanna og bankaráðsmanna hafa lyklavöldin í húsi Hannesar og viðlíka eignum í Reykjavík í framtíðinni? 


mbl.is Gengið að húsi Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þarf maður sem sagt að fara að ganga í Samfylkinguna...?

Ómar Bjarki Smárason, 7.10.2009 kl. 21:19

2 identicon

Ég hélt að þetta væri eign þjóðarinnar ! Erum við ekki að borga þetta ??????????

Ólafur (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:02

3 identicon

Er ekki bara fínt fyrir okkur að geta keypt ódýrar húseignir, nú í allri dýrtíðinni?

En kannski eru það bara fáir útvaldir sem fá forkauparétt að eignum sem bankarnir hafa yfirtekið: það eru lögmennirnir. Þetta virðist vera einhver elítu-stétt, sem kemur næst á eftir útfararvíkingunum. Eða hvað?

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hannes er í sigurliðinu með bankamönnunum og fær því að ganga frá með reisn og eignast annað húsið skuldlaust. Íslenska leiðin er sú að Ásmundur selur syni sínum húsið á brot af kostnaðarverði.

Einar Guðjónsson, 7.10.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég get engan veginn skilið er eftirfarandi:
Sambýliskona hans á Fjölnisvegi 9 en ekki Hannes ... keypti hún húsið, ef svo er, fyrir hvaða peninga ? ef ekki, fékk hún húsið gefins ? ef svo er, telst það þá ekki til tekna og fullur skattur rukkaður af slíkri gjöf í samræmi við skatta og skyldur ?

Já og að lokum, venjuleg hjón/sambýlisfólk fara bæði á hausinn þegar útgjöld verða hærri en innkoma, gilda aðrar reglur fyrir þotuliðið ?

Sævar Einarsson, 8.10.2009 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband