Ísland 2010

AGS hefur þegar viðurkennt að eftir 10 mánaða AGS gæslu hafa horfur á Íslandi snarversnað og nú er spáð 2% samdrætti í þjóðartekjum á næsta ári.

Ég er ansi hræddur um að þessi 2% sé bjartsýnisspá.  Skuldabyrðin er að sliga hagherfið sem hefur leitt til stöðnunar og gríðarlegrar verðbólgu þar sem eignarlausir stjórnendur reyna á miskunnarlausan hátt að velta vaxtakostnaði sínum yfir á neytendur.  Á sama tíma lækka laun og nú eiga snarhækkaðir skattar að koma ofan á allt saman.

Ef skuldir, skattar og verðbólga ná ekki að kæfa efnahagslífið hér 2010 þá munu misvitrir stjórnmálamenn með AGS í eftirdragi sjá um það.

2010 verður örlagaár fyrir Ísland.  Þá fyrst förum við að finna fyrir afleiðingum hrunsins.  Þetta er bara rétt að byrja, því miður.


mbl.is Kröfur AGS auka kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Andri Geir; ég fékk bara hláturkast við lesturinn, " Ef skuldir, skattar og verðbólga ná ekki að kæfa efnahagslífið hér 2010 þá munu misvitrir stjórnmálamenn með AGS í eftirdragi sjá um það.".. allt satt og rétt hjá þér og hláturinn var svona taugaveiklaður með geðveikisívafi...

Imba sæta (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband