1.10.2009 | 16:45
AGS fingraför á þessu fjárlagafrumvarpi
Aðlögunaraðgerðir upp á 104 milljarða kr. í formi skattahækkana upp á 61 ma og niðurskurðar sem nemur 43 ma er allt of hörð aðlögun og greinilegt er að AGS er höfundur að þessu frumvarpi.
Nær hefði verið að ná hallanum niður í 40 ma á fjórum árum og dreifa þessu jafnar yfir lengra tímabil.
Fyrsta skrefið þarf að vera stórt, hjá því verður ekki komist, en betra hefði verið að draga úr skattahækkunum um 20 ma niður í 41 ma, til að slökkva ekki alla von um endurreisn einkageirans.
Það er engin tilviljun að aðgerðir um skuldaaðlögun eru kynntar degi áður en fjárlagafrumvarpið sér dagsins ljós. Aðgerðir til að hjálpa skuldurum eru fyrst og fremst til að þeir lendi ekki í greiðsluerfiðleikum við ríkið. Það er tekið úr einum vasa og fært í annan.
Reikna með 87 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég mun seinnt fyrirgefa landanum að hafa kosið þennan óhróð yfir okkur.
A.L.F, 1.10.2009 kl. 18:57
Allir hafa heyrt um langstökk án atrennu.
Það hafa aftur á móti ekki allir heyrt um þingsetu án árangurs?
Þar á nornin íslandsmet.
34 ár án árangurs.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.