1.10.2009 | 12:05
Jóhanna látin beygja sig undir lýðskrumið
Það er alltaf sorglegt þegar sannleikurinn er látinn víkja fyrir lýðskrumi. Greinilegt er að Jóhanna hefur neyðst til að snúa blaðinu við í Icesavemálinu til að bjarga ríkisstjórninni og koma því í gegnum alþingi.
Það hörmulega við þetta mál er að nú verður Icesave samþykkt af því að það er "ósanngjarn krafa" okkar nágranna en ekki vegna þess að við ætlum að standa við okkar orð og samþykktir.
Við ætlum að fela okkur á bak við "óréttlátt" regluverk útlendinga. Ríkisstjórnin þvær hendur sínar eins og Pontíus Pílatus gerði þegar skrílinn heimtaði að Jesús yrði krossfestur.
Icesave verður okkar kross að bera og okkar nýja maðkaða mjöl sem sýnir kynslóðum framtíðarinnar hversu vondir og svikulir útlendingar eru. Á Íslandi býr hrein og óspillt þjóð í dásamlegri einangrun frá hinum spilltu og vondu öflum erlendis. Þetta er okkar aldargamla heimssýn sem ekki má hreyfa við og er okkar stoð og stytta í erfiðleikum. Við þekkjum jú ekkert annað!
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Athugasemdir
Flottur pistill - Takk!
Kári (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.