Icesave í uppnámi eina ferðina enn

Mjög alvarleg staða virðist komin upp í Icesave deilunni.  Við höfum haldið afskaplega illa á spilum og stöndum núna berskjöldum rúin trausti og trúverðugleika erlendis. 

Svona haga siðmenntaðar þjóðir sér ekki við sína nánustu nágranna.  Við erum farin að haga okkur eins og Íranir í kjarnorkudeilu sinn við alþjóðasamfélagið.  Eins og Íranir halda flestir Íslendingar að við séum kúguð af nýlenduherrum.  En er svo?  

Hvernig væri að upplýsa þjóðina um sannleikann í þessu máli?

 


mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið er já stjórnin lætur kúga sig.

Lestu þennan þráð.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/956149/

og þennan

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Þyrnir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 02:01

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Geir erum við "berskjölduð, rúin trausti og trúverðugleika erlendis"?

Satt að segja held ég að þetta sé nokkuð djúpt í árina tekið. Hvað er þetta "erlendis"? Er það hjá herraþjóðunum, nýlenduveldunum og ofbeldisþjóðunum Bretum og Hollendingum?

Ég held satt að segja að ef við tökum heiminn eins og hann leggur sig þá er varla yfir 1% sem hefur hugmynd um þessa Icesave deilu og flestir fyrir utan fjármálakerfið taka afstöðu með Íslendingum.

Ég hef ekki talað við einn einasta útlending sem lítur svo á að Íslendingar eiga að borga þetta. Þeir kalla þetta "extortion" eða "utpressning" og finnst þetta vera nýlenduveldunum til lítils sóma.

Ég hef megnustu fyrirlitningu á tilhugsuninni að láta komandi kynslóðir búa við skuldaþrældóm til þess að það megi bjarga businessum einhverra manna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.9.2009 kl. 04:16

3 identicon

En ef við værum í fótsporun Breta eða Hollendinga myndum við þá ekki sækja stíft að sá sem gerði á hlut okkar myndi borga upp í topp skaðann ?

Myndum við virkilega sýna einhverja mikla sveigju og tillitsemi ?

Yrði okkur ekki nokk sama þótt skuldarinn myndi væla ?

Ég þekki íslenska eðlið það vel að ég veit að svarið við öllum spurningum yrði það að við hefðum hagað okkur nákvæmlega eins og Bretar og Hollendingar !!

Ég er eðlilega á móti öllum þessum gjörninga varðandi Icesave, tómt klúður, skortur á öllum faglegum nálgunum og framsýni sem er nánast naivismi í sinni tærustu mynd.

Við verðum samt að kannast við eðli okkar Jakobína.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:10

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég var að tala við nokkra Breta um daginn sem kölluðu Íslendinga "studip and stubborn"  Hvernig halda Íslendingar að þeir geti endalaust tekið lán og ekki borgað.  Íslendingar væla að þeir þurfi að borga Icesave á sama tíma og þeir væla af því þeir fá ekki meiri lán frá AGS og nágrönnum sínum.  Er þetta rökrétt spyr fólk?

Jakobína, er ekki nokkuð djúpt í árina tekið að kalla Breta og Hollendinga sem eru að reyna að standa vörð um peninga sinna skattgreiðenda:

Er það hjá herraþjóðunum, nýlenduveldunum og ofbeldisþjóðunum Bretum og Hollendingum? 

Við erum rúin trausti erlendis, hjá erlendum ríkisstjórnum, stofnunum og bönkum, þ.e. öllum öðrum en erlendum ferðamönnum sem koma að skoða íslenska náttúru.  Af hverju lána Norðmenn okkur ekki peninga eða styðja okkur í Icesave?  Þeir vildu ekki einu sinn vera milligöngumenn á milli okkar og Breta og Hollendinga, en gera það á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna?  Hvað segir það okkur?  Er það merki um traust?

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.9.2009 kl. 11:53

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, og lík ber að hafa í huga að lán IMF er beisiklí lán frá UK. (Hollandi - eða meina, það er alveg hægt að nálgast málið frá því perspektífi:

"The extra $11bn (£6.8bn) promised by Britain for the International Monetary Fund is part of a wider increase from the European Union, which on Wednesday agreed to increase its contribution from about $100bn to $175bn"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2009 kl. 12:14

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri þú segir "Hvernig halda Íslendingar að þeir geti endalaust tekið lán og ekki borgað"? Um hvað Íslendinga ert þú að tala?

Íslendingar eiga alls ekki að taka þessi lán. Íslendingar bera enga ábyrgð á Icesave. Íslendingar eiga að fara að hugsa um að afla tekna til þess að greiða skuldir sem sannanlega eru skuldir.

 Þessi Icesave nauðung er ekki skuld Íslendinga heldur skuld Björgólfs Thors.

Skammastu þín fyrir að vitna í Breta sem vitna í þjóð þína sem "stupid og stubborn". Þeir sem falla undir þessa lýsingu eru þeir sem vilja að afkomendur okkar borgi annarra manna skuldir.

Og ég endur tek já Bretar og Hollendingar eru: herraþjóðir, nýlenduveldi og ofbeldisþjóðir.

Sagan segir okkur hvernig þessar þjóðir hafa skilið eftir sig blóðuga slóð í samskiptum við aðrar þjóðir 

Verstir eru þó svikarnir sem styðja þessar þjóðir við ofbeldið gagnvart eigin þjóð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.9.2009 kl. 18:18

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.9.2009 kl. 18:32

8 identicon

Jakóbína á ég að taka þessa sneið til mín "Verstir eru þó svikarnir sem styðja þessar þjóðir við ofbeldið gagnvart eigin þjóð." ?

Ef svo er þá brábýð ég mér svona málflutning. Ég ætla mér ekki niður á það plan sem þú bíður upp á. Ég er hins vegar sammála þér um að Icesave málið er ósanngjarnt í sinni tærustu mynd. Hvernig viltu hins vegar landa þessari milliríkjadeilu ?

*Segja "...uck you with Hollendinga og Breta"

*Segja "...við borgum ekki skuldir óreiðumanna"

*Segja "...þetta eru skuldir einkafyrirtækis og þótt það hafi hafið af ykkur sparnað landsmanna sem var ríkisstryggður þá borgum við ekki"

*Segja "...við erum reiðurbúin að borga aðeins part en afskrifa restina" eftir 2024

*Segja "...það hvernig Icesave málið er komið er ykkar eigin regluverki að kenna"

o.s.frv.

Hvernig væri að hugsa málið út fyrir boxið. VIÐ ERUM Í ÞESSUM "MESSI" VEGNA STJÓRNMÁLAAFLA SEM ÞJÓÐIN KAUS YFIR SIG HVORT HELDUR SEM ER ÞESSI RÍKISSTJÓRN EÐA FYRRI RÍKISSTJÓRN !!!

Málflutningur þinn Jakóbína dugar ekki lengur við verður að ná lendingu í málið og þín nálgun grefur aðeins undan okkur og við sökkvum dýpra.

Hvað á að gera þá ?

1) Senda út skýr skilaboð um að við játum ábyrgð okkar í Icesave málinu EN VIÐ GETUM EKKI BORGAÐ !!

2) Játa fyrir sjálfum okkur að við þurfum hjálp. Það er það fyrsta. Þetta er milliríkjadeila á svo háu plani að hún verður ekki leyst í einhverju kaffiboði. Þegar við áttum okkur á þessu fer að rofa til.

Til hverja eigum við að leita. Þjóðar sem stendur okkur næst - Norðmenn. Þeir munu landa þessu máli fyrir okkur svo fremi sem við játumst ábyrgð okkar.

3) Fá hjálp frá ECB til að styrkja IKR í gegnum EES. Það eru ákvæði í þeim samningu sem taka fram að við absúrd aðstæður sé unnt að sækja um slíkt.

"Hver á að borga Icesave" ?

Hafðu ekki áhyggjur Jakobína, Íslendingar muni ekki þurfa borga krónu vegna þessa samnings. Þetta snýst um að sýna pólistíska ábyrgð gagnvart fjármálakerfi EB, ekkert annað. Ég hef meiri áhyggjur af vanhæfni íslenskra stjórnmálamanna en Icesave; er það skrýtið miðað við hvernig þokast hefur í málum okkar hingað til á þessum 12 mánuðum sem liðnir eru frá hruninu.

Ég spyr hvað hefur gerst hér ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:25

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björn Kristinsson..."Hafðu ekki áhyggjur, Jakobína, Íslendingar munu ekki þurfa að borga krónu vegna þessa samnings" segir þú. Heldur þú virkilega að nýlenduþjóðirnar munu gefa eftir krónu þegar þær eru búnar að þvinga upp á okkur þessum nauðungarsamning? Lestu sögu Breta og Hollendinga.

Við erum ekki í þessu messi vegna stjórnmálaafla sem við kusum yfir okkur (hef reyndar ekki kosið xD eða xB).

Við eru stödd í þessu vegna þess að alþjóðlegir fjármálamarkaðir buðu upp á það. Fjármagnið sem fór inn á Icesave er enn í bresku hagkerfi og er að auka þar atvinnustig og skatttekjur. Það er hrein blóðtaka að taka þessa 1.000 milljarða út úr íslensku hagkerfi. Þetta virðast fáir skilja.

Síðan segir þú "játa ábyrgð okkar á Icesave". Það getur verið að þú hafir stofnað útibú í Bretlandi eða hvatt breska borgar til þess að leggja fé inn á Icesave. Ég fyrirbýð mér hinsvegar nokkra ábyrgð á atburðum í öðrum heimshlutum sem ég hef ekki getað haft nokkur áhrif á.

Ábyrgð getur aldrei orðið til nema viðkomandi hafi haft upplýsingar og möguleika til áhrifa á atburðarrásina.

Þegar einstaklingar eru kosnir til þess að fara með landsmál eru þeir í leiðinni kosnir til þess að fara að stjórnarskrá og lögum. Það getur aldrei orðið ábyrgð almennings ef einstaklingar sem fara með völd fara ekki að lögum.

Það er hinsvegar á ábyrgð valdhafanna að setja lög sem virkja en það á bæði við um ESB og íslenska valdhafa. Það er með öllu ólíðandi að setja komandi kynslóðir í skuldaþrældóm eða gera þær að skattanýlendu Breta og Hollendinga til þess að bjarga andliti Evrópusambandsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.9.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband