22.9.2009 | 17:31
Pólitískir stjórnarhættir að íslenskum sið
Er furða að erlendir kröfuhafar skilji ekki íslenska stjórnarhætti sem ganga út á að innlendir og útvaldir pólitískir aðilar sitja báðum megin við borðið og semja við sjálfa sig.
Það er barnaskapur að halda að útlendingar sætti sig við svona vinnubrögð og þaðan af síður pólitískar ákvarðanir.
Skilanefndir eru undir miklum pólitískum þrýstingi að fá erlenda aðila inn í bankana hér og þá spyr maður sig hvort hér sé um raunverulegt val að ræða. Eru þessir tveir kostir hjá skilanefnd Glitnis settir upp til málamynda, eða hvað?
Eitt er víst, svona stjórnarhættir eru ekki til þess fallnir að byggja upp traust eða laða erlenda fjárfesta til landsins.
Skilanefnd Glitnis gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Athugasemdir
Því miður þá eru svona vinnubrögð ekkert einsdæmi hérlendis. Ég er hræddur um að það þurfi meira en mannsaldur til að uppræta spillinguna sem mér virðist hafa loðað við okkur frá ómunatíð.
Þráinn Jökull Elísson, 24.9.2009 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.