Skuldaniðurfelling à la Jón Ásgeir

Það líður ekki sú vika að ekki berast nýjar upplýsingar um gjörninga gömlu bankanna og þeirra elítu viðskiptavina.  Þeirri spurningu sem er enn ósvarað eftir tæpt ár er þessi: voru þessir gjörningar allir gerðir í þáu hluthafa?  Geta stjórnir gömlu bankanna varið og rökstutt þessi viðskipti?  Eigum við óháða fagaðila með 20 ára reynslu í alþjóðlegum bankarekstri sem geta farið ofaní saumana á þessu?  Hverjir eru þessir sérfræðingar? 

Það er æ betur að koma í ljós hvernig elítu viðskiptavinir bankanna eignuðust hús og eignir í gegnum eignarhaldsfélög án persónulegra ábyrgða.  Hér er grunnuppskrift:

A tekur 50 m lán til húsnæðiskaupa frá banka B. A er með persónulega ábyrgð sem hann vill losna við og eignast húsið skuldlaust.  A stofnar því C ehf sem hefur það verkefni  að sýsla með hlutabréf.  A fer í banka B og segist hafa áhuga á að kaupa 50 m í hlutafé bankans.  Stjórnendur bankans sem allir eru með bónusa tengda hlutabréfaverði bankans eru himinlifandi þar sem þetta mun styðja við verðið á bréfunum.  Vandamálið er að A á enga peninga til að kaupa bréfin svo hann biður banka B að lána C ehf 100 m með veði í bréfunum sjálfum.  Þetta gengur í gegn og A notar 50 m til að greiða húsnæðislánið sitt niður að fullu og hina 50 m til að kaupa bréf í banka B.  Þar sem bréfin tvöfaldast yfirleitt á hverju ári er bankinn ekki áhyggjufullur yfir þessu.  Á næsta ári mun verð bréfanna dekka lánið.   A er nú áhyggjulaus vitandi að hann er með allt sitt á þurru, húsið skuldlaust, hagnaðurinn af hlutabréfunum er allur hans en tapið lendir allt á hluthöfum bankans og skattgreiðendum.

Auðvita eru alls konar variantar á þessu til að flækja málið en í grunninn er þetta allt hið sama, einum hóp er hyglað á kostnað annars. Málið er, gerðu allir stjórnarmenn gömlu bankanna sér grein fyrir hvað var að gerast hér?


mbl.is Söluverð til kaupa bréfa af eigendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Djö... af hverju var maður ekki í elítunni.

Annars gengur dæmið þitt ekki alveg upp. Mér sýnist vanta inn í söguþráðinn að A selur strax/fljótlega helming hlutabréfanna til að losa 50 mkr. svo hann geti borgað íbúðarlánið. Ef lánið var með veði í bréfunum sjálfum hlýtur lántakandinn að hafa keypt bréf fyrir alla fjárhæðina í byrjun.

Er veðinu ekki þinglýst? Er hægt að losa það án samþykkis bankans? Ekki gæti maður losað veð af bílskúr og selt hann án samþykkis lánveitanda. Þarf ekki sérstakan elítuaðgang til að komast upp með slíkt? Er það ekki mjög slæm bankamennska að leyfa lántakanda að fjarlægja helming veðsins út úr ehf-félaginu sínu án þess að setja nokkra tryggingu í staðinn? Var það gott og gilt að treysta á áframhaldandi hækkun á gengi hlutabréfa?

Það er margt bogið við lánaviðskipti síðustu ára.

Haraldur Hansson, 22.9.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Haraldur,

Það eru margir variantar til á þessu og tæknilega séð er líklega auðveldasta að kaupa bréf fyrir alla summuna og selja strax, eins og þú segir, allt inna sömu mínútunnar geri ég ráð fyrir. 

Málið er að það þarf einhver hlutlaus aðili að fara í gegnum þetta með smásjá til að við fáum á hreint hvað var að gerast hér. 

Nei þú getur ekki selt bílskúr sem er veðsettur en öðru máli gegnir um útgerðarfélög og verslunarkeðjur. Þessi félög hafa kennitölur en ekki bílskúrinn hjá þér.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur Andri Geir.

Það skiptir ekki mál að bílskúrinn hafi ekki kennitölu. Lántakandinn er með kennitölu og setur skúrinn að veði. Athugasemd mín er fyrst og fremst vangaveltur um siðferðið í þessum viðskiptum, eða skort á því.

Ef ég bý til dæmi þá sé þetta svona:
Tvær lögpersónur, Jón Jónsson og skúffufyrirtækið Skúffan ehf taka lán.

Jón Jónsson er með kennitölu og lætur eign sína, bílskúrinn, að veði fyrir láninu.

Skúffan ehf er með kennitölu og lætur eign sína, hlutabréfin, að veði fyrir láninu.


Ef einstaklingurinn Jón Jónsson ætlar að selja bílskúrinn þarf hann fyrst að losa veðið af honum. Ef fyrirtækið Skúffan ehf ætlar að selja hlutabréfin þarf það fyrst að losa veðið af þeim. Þannig hlýtur það að vera ef um er að ræða alvöru veðsetningu með formlegum hætti.

Ef þetta hefur verið praktíserað eins og þú lýsir, sem ég dreg ekki í efa, hafa félög getað losað veðin og selt eignirnar, án þess að setja ný veð fyrir skuldum sínum (annars hefði maðurinn í færslunni þinni þurft að setja húsið sitt sem veð). Eða flutt eignir í önnur félög án þess að láta áhvílandi skuldir fylgja. 

Ef það er rétt hljóta bankarnir að hafa samþykkt þessa gjörninga. Nú er ég ekki bankamaður en finnst þetta benda til að upplýsa þurfi um starfshætti, siðferði og hvort viðhafðir hafi verið eðlilegir viðskiptahættir í þessum gjörningum.

Haraldur Hansson, 22.9.2009 kl. 13:25

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Haraldur,

Það er annar möguleik sem er "pottþéttari" lagalega séð þó siðferðislega er hann það ekki.  Þá tekur A lán upp á 500 m með veðum í bréfunum.  Verðið hækkar við þetta og þegar það hefur farið upp um 10% selur A 10% af bréfunum án þess að brjóta veðskilmála.  Hann notar síðan þessar 50 m úr sölunni til að greiða húsnæðislánið.  

Síðan er hann á þurru.  Þessi leið er í raun enn hættulegri fyrir hluthafa bankans þar sem hærri upphæðir eru í húfi.  Hins vegar skiptir þetta engu máli fyrir eigenda eignarhaldsfélagsins.

Það eru meiri líkur að þessi aðferð hafi verið notuð enda eru víst ekki fá félög sem tóku lán upp á eða yfir 500m og standa upp með engar eignir. 

Svo má færa þetta úr landi og hafa félögin í mismunandi löndum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 15:24

5 identicon

Það er eitt við þetta allt saman sem ég á erfitt með að skilja hvernig er hægt en virðist vera megin regglan hjá öllum þessum aðilum.

A ætlar að kaupa fyrirtækið B. Hann stofnar sérstact eignarhaldsfélag C sem verður eigandin að B. Eignarhaldsfélagið C tekur risalán hjá bankanum til að fjármagna kaupin (ég veit ekki hvaða trygging er fyrir láninu nema kanski hlutabréfin í C). Síðan gengur dæmið ekki upp (eða A vill eignast fyrirtækið fyrir minni skuldir). Þá stafnar A annað félag D sem tekur lán hjá bankaum til að kaupa fyrirtækið B af eignarhaldsfélaginu C. Áður en allt fellur gæti A verið búin að stofna enn annað félag E sem síðan kaupir fyrirtækið B af eignarhaldsfélaginu D. Hins vegar hefur A verið í stjórn allra fyrirtækjana og frammkvæmdarstjóri á ofurlaunum og ofurbónusum (Hundruðir eða þúsundir milljóna) kaupir að lokum fyrirtækið B (með auðvitað enn einu eignarhaldsfélaginu) á smánarpening (jú öll þessi félög skulda honum auðvitað helling af einhverjum ástæðum sem engin veit??). Öll fyrri lán voru með veðum í hlutaféi þeirra félaga sem standa eftir eignalaus en  með himinháar skuldir og öllum fynst þetta einhvernvegin í lagi - VIÐSKIPTI!!

Við borgum þetta. Ég ættla ekki að segja að þetta sé akkúrat svona hjá Jóni Á en ýmislegt hefur komið upp varðandi Baugsmálið og þó hann hafi ekki verið dæmdur nema fyrir eitthvað lítilræði að þá er ansi margt skrítið þar. 

Kveðja  

Kjarri (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband