52% svarhlutfall er ekki traustvekjandi

Lágt svarhlutfall bendir til að margir hafi hreinlega ekki skilið spurningarnar.  Niðurfelling á verðtryggingu án þess að benda á hvað komi í staðinn er að gefa í skyn að vextir falli niður í núll. 

Gera þeir sem vilja niðurfellingu á lánum sér grein fyrir að það þýði skattahækkanir?

Allir vilja lægri afborganir og niðurfellingar á lánum ef það er í boði ókeypis.

Hvað segir þessi skoðanakönnun okkur sem við vissum ekki?

 

 

 


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðunakönnun þessi sagði manni svo sem ekkert sem maður vissi ekki,  en færslan þín er mjög forvittnileg.

Það er ótrúlegt að enn skuli vera til fólk sem hefur ekki náð þessu með að það hefur orðið óréttlát hækkun á höfuðstól lána vegna falskrar verðbólgu.Vextir sem lagst hafa á höfuðstól íbúðalána undanfarin ár eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.  Hér er ekki um raunverulega verðbólgu að ræða heldur eignatilfærslu frá skuldurum til fjármagnseigenda.

Fjölskyldur og einstaklingar með meðaltekjur og þar undir sem neyddust á sínum tíma til að skuldsetja sig eins og fjárhagurinn leyfði, þola ekki að greiðslubyrðinn hækki skyndilega um 30%  

 Öll úrræði sem í boði hafa verið, hafa eingöngu verið til þess fallin að auka lántökukostnað umtalsvert.  Það er fljótlegt að reikna það út að greiðslujöfnun ásamt lengingu í láni getur þrefalda lántökukostnaðinn án tillits til verðbóta.  Engin heilvita maður lætur bjóða sér slíkt.

Það þýðir ekki að spyrja bara hvað leiðrétting muni kosta,  það verður líka að spyrja hvað kostar að leiðrétta ekki.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 00:53

2 identicon

"Niðurfelling á verðtryggingu án þess að benda á hvað komi í staðinn er að gefa í skyn að vextir falli niður í núll. "

Þú hefur greinilega tilhneigingu til að draga ályktun út í loftið.

Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 00:57

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Fólk svarar ekki þessum spurningum því íslendingar skammast sín meira fyrir að tala um fjármál en kynlíf.

Baldvin Björgvinsson, 22.9.2009 kl. 06:52

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Ef maður segir ekki hvað taki við þegar maður ætlar að fella eitthvað niður dregur fólk sínar eigin ályktanir sem geta verulega skekkt niðurstöðuna.

Þegar 80% vilja afnema verðtryggingu hlýtur það að vera vegna þess að það haldi að ódýrara verði að greiða af lánum án verðtryggingar?  En er það öruggt, hvað tekur við, fastir vextir eða breytilegir vextir háðir stýrivöxtum?

Ef spyrt væri hvort fólk vildi heldur verðtryggingu eða stýrivexti + x%, hvað þarf x að vera hátt til að fólk velji verðtryggingu og er öruggt að allir skilji samhengið þarna á milli?

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 08:12

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þórður,

Vandamálið er ekki verðtryggingin sem slík, heldur gríðarleg kaupmáttarminnkun á tímakaup, sem hefur alltaf verið lágt á Íslandi, með hrikalegri gengisfellingu.  Þegar þetta kemur saman við hækkandi verðbólgu ræður fólk ekki við lánin. 

Lausnin er ekki að ráðast á sparnað þeirra sem ekki skulda og hækka skatta.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 08:19

6 identicon

Andri,

 Í núverandi ástandi er almenningi mismunað eftir skuldastöðu og er það bein afleiðing af því að verðtryggingin var aldrei ætluð til þess að takast á við fjármálahrun.  Og þess vegna, jú, verðtryggingin er stór hluti af vandamálnu.

Ef takast á við hækkandi greiðslubyrði lána með kaupmáttaraukningu eins og mér heyrist þú vera að leggja til, þá þyrfti að hækka laun alls almennings um 30% (og helst afturvirkt).  Fyrir utan að það myndi ekki leysa þá  mismunun eða gjá sem nú hefur myndast á milli skuldsettra og óskuldsettra og myndi út af fyrir sig valda verðbólgu og hækka þar með lánin enn meir, þá spyr ég......

Hvað helduru að slík launahækkun myndi kosta samfélagið?

Enn og aftur leiðrétting á lánum er ekki aðför að sparnaði,  hún snýst um að bakfæra óréttláta eignatilfærslu sem orðið hefur vegna falskrar verðbólgu.

Þeir sem ekki tóku lán hafa ekki orðið fyrir óréttlæti á sama hátt.

Hugsaðu þér óréttlætið sem nú viðgengst, sparifjáreigendur, sem í langflestum tilfellum er fólk sem tilheyrir hálaunastétt þjóðfélagsins, situr nú með inneignirnar sínar á okurvöxtum í ástandi þar sem raunverulega ríkir verðhjöðnun.  Á sama tíma brenna eignir þeirra sem tóku lán. Og fólk tók jú lán í flestum tilfellum af illri nauðsyn vegna þess að tekjur dugðu ekki til þess að framfleyta sér og sínum.  Stór hluti skuldara tilheyrir því meðaltekjufólki og þar undir.  

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Þetta er bara rangt og snýst um gengdarlaust óréttlæti og ójöfnuð sem ríkir á milli réttinda fyrirtækja og fólks, lausnin sem er verið að fara er einmitt sú að almenningur borgi, þegar stór hluti heimila fara á höfuðið er staðan nefnilega orðin þannig að kostnaðurinn færist á skattgreiðendur.

Af hverju á lánastofnun kröfu á skuldara umfram umsamdar tryggingar? Hversvegna þurfa dauðir hlutir eins og fyrirtæki belti og axlabönd á meðan fólk af holdi blóði heldur varla nærbrókunum? Verðtryggingin er hluti af beltinu og/eða axlaböndunum og var komið í kring svo almenningur sæi sér einhvern hag í að leggja peninga inn í banka, sem voru var svo fleytt út í hagkerfið með undirmálslánum á okurvöxtum og boltinn byrjar að rúlla.

Hvað kemur í staðinn fyrir vertryggingu? Bara ekki neitt, afnám hennar gengur yfir inn- og útlán, kröfur umfram veð ætti að fella niður sem tapað fé lánveitanda vegna lélegrar áhættustýringar og þá erum við aðeins nær því að búa við jöfnuð. Svo væla menn og grenja: "En hvað um verðtryggingu lífeyrissjóðanna og ... og ..." Eins og ég sagði að þá er þetta bara léleg eignastýring og útþensla fjármögnuð með undirmálslánum. Því þegar vöxtum/verðbótum er smurt á höfuðstól til þess að lækka greiðslubyrði ertu einmitt kominn með það helvíti í hendurnar og við vitum hvar svoleiðis sápukúlur enda, eða hvað? eigum við að lengja í lánunum svo við fáum nú aðra kreppu á Íslandi eftir nokkur ár vegna útþaninna "úrræðalána".

Ég er ekki hagfræðingur en ég skil þó að það þarf að gera upp góðærið en ekki sópa því undir teppi.

-- Afsakið villur þær eru óviljandi.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 22.9.2009 kl. 08:56

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það eru engir okurvextir á Íslandi, verbólgan er yfir 10% en hæstu innlánsvextir 9%.  Það eru negatífir raunvextir á sparifé núna á Íslandi. 

Japanir lentu í svipaðri stöðu með sín húsnæðislán fyrir um 20 árum síðan.  Þeir eru hins vegar svo lánsamir að eiga traustan gjaldmiðil þar sem vextir hafa verið í kringum núll í áratugi.  Því gátu þeir lengt í lánunum og lengstu húsnæðislán í Japan eru yfir 200 ár og ganga í erfðir.

Íslenska vandamálið er að eignarverð og kaupmáttur hrynja á sama tíma og verðbólgan æðir áfram.  

Auðvita er þetta óréttlátt en þú bætir ekki óréttlætið með því að dreifa því yfir alla.

Skuldaniðurfelling er óumflýjanleg en hún er ekki ókeypis.  Hún verður þessari og næstu kynslóð mjög dýr.  Hún mun ýta undir landflótta unga fólksins sem freistast til að byggja upp sinn sparnað í raunverulegum gjaldmiðli þar sem efnahagsstjórn er góð.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 10:15

9 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Mér er sama hvað það kallst vextir og/eða verðbætur þetta eru fjármunir sem greiða þarf einungis ef þú skuldar og þeir eru svimandi háir ef þú horfir til þeirra lána sem flestir eru að borga af.

Það gagnast ekki vel að lengja í lánum ef greiðandi hefur ekki undan vexti höfuðstóls (undirmálslán) nema að eignin sem lyggur til veðs auki verðgildi sitt jafn hratt eða hraðar yfir lánstíma að öðrum kosti er betra að fara á hausinn strax heldur en eftir 4 ár með mun hærri bagga í herðunum.

Mér leiðst allt þetta tal um alvöru gjaldmiðla, þeir eru ekki til, hagkerfi eru það hinsvegar og hagstjórn er hægt að beita á þau. Ef við værum með "alvöru" gjaldmiðil og svipaða/sömu hagstjórn værum við í hræðilegum málum miðað við núverandi ástand. Langtíma vandamál okkar er ekki gjaldmiðillinn það er stjórnsýslan/löggjöfin ....

Við erum svo fá að flestir þekkja flesta og því þurfum við agaðra umhverfi en stærri lönd til þess að koma í veg fyir hagsmunaárekstra. Að dreifa valdi eins og hægt er. Tryggja rétt einstklinga umfram fyrirtækja og svo framvegis.

Auðvitað bætir þú óréttlæti með því að láta það ganga yfir alla, það var ekki ég sem felldi bankana í landinu þó svo ég skuldi í húsnæðinu sem ég hef verið að koma yfir mig. Á ég að endurfjármagna bankana fyrir þá sem ekki tóku lán á röngum tíma?

Ef það á að beita stórann hóp þjóðar óréttlæti er skárra að láta það ganga yfir alla ekki endilega réttlátt en réttlátar. Reyndar gæti einmitt megnið af þeim hópi sem á að bera syndirnar í dag bara sagt nei og farið, annað hvort flutt eða farið í gjaldþrot því að jafvel það endist ekki ævina alla ólíkt úrræðunum sem boðið er uppá í dag.

Úrræðin eru líka lögð til með það í huga að ástandið batni eftir nokkur ár, hvers vegna er þá ekki í lagi að afskrifa skuldirnar ef ástandið á eftir að batna? Af hverju er hægt að taka sésninn á mínum lánum en ekki bankanna? Leiðréttingar á höfuðstól eru líka fjármunir sem tapast í framtíðinni og það tap er háð óvissu um efnahagsástand.

Ég er búinn að nota meira en helming tekna minna síðan 1995 til þess að koma yfir mig húsnæði, ef ég missi það þá er sú vinna glötuð er það ekki nóg?

Ég var ekki í vanskilum þegar bankinn minn hrundi, því fékk ég ekki tækifæri til þess að kaupa eigin skuldabréf af kröfuhöfum bankans míns?

Ég er líka hissa á því að menn virðast ekki skilja að það er stutt í að eina úrræði amlennings fer að verða ofbeldi og það mun beinast gegn sakleisingjum út í bæ ... veldu einn. Ef lögin vernda fyrirtæki frekar en fólk þá mun fólk breyta þeim fyrr eða síðar, með góðu eða illu og skiptir þá afar litlu hvað hagfræðin segir okkur.

Það þarf í raun að sannfæra mig um að ég sé beittur réttlæti og að ég upplifi jöfnuð gagnvart lánveitanda áður en ég sætti mig við nokkuð í þessu ástandi.

Þangað til mun ég tala fyrir áhlaupi á þá þangað til þeir fara á hausinn eins og þeir áttu að gera í hruninu eða fara að stunda eðlilega viðskiptahætti. Því það er mín skoðun að þeim var bjargað til þess að fela spillingu, í það minnsta að reyna það.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 22.9.2009 kl. 11:19

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sveinn,

Ég get tekið undir margt sem þú skrifar en í réttarríki er það dómstóla að dæma hverjum voru seld lán á ófullnægjandi forsendum og eiga því kröfur á niðurfellingu alveg eins og skeði á Spáni hjá erlendum viðskiptavinum Landsbankans.

Hvað verður gert við hinn hópinn sem tók lán á réttum forsendum en síðan hrynur allt hér, er erfiðara að eiga við.  Við erum með stjórnarskrá þar sem eignarrétturinn er verndaður en ekki réttur skuldara.  Það er erfitt að sjá hvernig á að vera hægt að leiðrétta höfuðstólinn án þess að ganga að veðum.

Vandamálið er að fyrirtæki fá kennitölu en ekki húseignir einstaklinga og þar liggur hundurinn grafinn.  Kennitöluflakk stendur fyrirtækjum til boða en ekki einstaklingum.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 12:20

11 identicon

Ó, jú... á okurvöxtum.

Verðbólgan í dag er ekki raunveruleg, verðlagsvísitalan hækkar að vísu en á sama tíma dregst neysla enn meira saman.  Þannig að heildarútgjöld minnka.  Hagvöxtur er neikvæður. Verðgildi peninga er óbreytt.

Þeir sem eiga sparifé geta í dag safnað innistæðum(eins og heyrst hefur að sé reyndin) eða aukið neyslu um sína um það sem nemur innlánsvöxtum og þannig haft eitthvað í hækkun á verðlagi.  Þeir sem hins vegar skulda hafa neyðast til að draga saman seglin. 

Sú eignatilfærsla sem á sér stað í dag jafnast á við að ákveðin hópur fólks fengi margfalda launahækkun meðan allir aðrir lækkuðu í launum.

Bilið á milli ríkra og fátækra eykst dag frá degi og innan skamms munum við búa í einskonar lénsskipulagi.  Fjármagnselítan mun í raun eiga allt, og verður þar af leiðandi í sjálfsvald sett hvað hún rukkar pöpulinn fyrir afnot.  Þetta er ekki falleg framtíðarsýn.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:29

12 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þórður,

Við höfum alltaf búið við eins konar lénsskipulag.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband