Ný strategía á Morgunblaðinu?

Sú frétt birtist í dag á Eyjunni að Davíð Oddsson sé orðaður við ritstjórnarstól Morgunblaðsins.  Auðvita geta blaðamenn Morgunblaðsins ekki tjáð sig um þetta fyrr en eigendur þeirra gefa þeim grænt ljós. 

Ef Davíð tekur upp stöðu ritstjóra á Morgunblaðinu er hér horfið aftur í tímann þegar gömlu flokksblöðin voru við líði.  Morgunblaðið verður þá aftur flokksblað Sjálfstæðisflokksins.  Þetta er auðvita ákvörðun eigenda blaðsins en spurningar vakna um hvernig og hver eigi að fjármagna Morgunblaðið í framtíðinni.  

Dagblaðarekstur er í járnum í flestum löndum og erfitt er að sjá hvernig Davíð muni auka sölu blaðsins eða gera það eftirsóknara fyrir auglýsendur.   

Svo verður frábært að fylgjast með hvernig Morgunblaðið muni taka á rannsóknarskýrslu um hrunið seinna í haust ef Davíð verður ritstjóri.

Eitt er víst, að með Davíð við stjórn á Morgunblaðinu og Jón Ásgeir togandi í spottana hjá Fréttablaðinu munu vefmiðlar og RÚV styrkjast og dafna.


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver skyldi hafa búið yfir innherjaupplýsingum og bent núverandi eiganda Morgunblaðsins, Guðbjörgu Matthíasdóttur, á að nú væri líklega besti tíminn, ef ekki síðasta tækifærið, til að selja hlutabréfin sem hún átti í Glitni banka hf., en Guðbjörg seldi bréfin, ein og frægt er orðið, síðasta dag fyrir hrun bankans.  Með sölunni bjargaði Guðbjörg nægu fé til að kaupa Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins.

Eins og kunnugt er voru málefni Glitnis banka hf. aðeins á vitorði tveggja hópa.  Í fyrri hópnum voru stjórn og æðstu stjórnendur bankans en í hinum síðari var æðsta stjórn Seðlabanka Íslands haustið 2008.  Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að fyrri hópurinn hélt á þessum tíma enn í þá von að Seðlabanki Íslands myndi koma bankanum til hjálpar og vissi ekki að til stæði að þjóðnýta bankann.  Í síðari hópnum voru hins vegar menn, sem fóru ekki aðeins með vald, heldur bjuggu yfir innherjaupplýsingum.

Sumir segjast ekki taka við mútum en lifa hins vegar og hrærast í heimi þar sem gildir hið fornkveðna, "Æ sér gjöf til gjalda".

Til hamingju með nýja starfið Davíð!

GB (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

GB

Það er enginn pólitíkus sem ekki á greiða inni hjá fólki.  Davíð er okkar Berlusconi sem helmingur þjóðarinnar dáir ekki vegna þess að við eru einveldi heldur vegna þess að við þráum vald, sjarma og sjónhverfingar alveg eins og Ítalía.

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.9.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband