21.9.2009 | 11:09
Einkaspítali er eina raunhæfa lausnin!
Ef Ögmundur getur ekki rekið St. Jósefsspítala verður að breyta honum í einkaspítala og standa vörð um þá þekkingu og tæki sem þarna eru og hugsa fyrst og fremst um heilsu og velferð almennings en ekki úrelta hugmyndafræði.
Við verðum að viðurkenna þann sára sannleika að ríkið getur ekki lengur haldið uppi almennri heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða eins og hún tíðkaðist hér á árum áður. Sá tími er liðinn og mun varla koma aftur í tíð núverandi kynslóðar.
Það verður að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni sjúklinga þó það þýði að sumir þeirra verði að kaupa sér prívattryggingar og borga úr eigin vasa. Almenningur er hvort eð er vanur að borga fyrir aðgang að heilbrigðisþjónustu og hefur lítið val þar um.
Þetta snýst ekki aðeins um peninga heldur hugmyndafræði sem brátt fer að kosta mannslíf.
St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er einmitt það sem okkur vantar, einkarekið heilbrigðiskerfi fyrir þá efnuðu á meðan meðal- og láglaunafólk þarf að sætta sig við ömurlega þjónustu.
Sú hugmyndafræði er við lýði í löndum eins og Bandaríkjunum, guð bjargi okkur frá þeirri vitleysu.
Karma (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 12:00
Það er ekkert ólöglegt við að bjóða íslendingum einkarekna heilbrigðisþjónustu en þá verður það að gerast án ríkisstyrkja. Slík sjúkrahús munu rísa á komandi árum en líklega verða fáir Íslendingar sem hafa efni á að borga fyrir hana.
Héðinn Björnsson, 21.9.2009 kl. 12:36
Tvöfalt kerfi þar sem bæði ríkisrekin og einkarekin sjúkrahús starfa eru í öllum okkar nágrannalöndum. Prívattryggingar eru eins konar viðbótartryggingar sem létta undir með ríkiskerfinu og stytta biðlista.
Öfgarnar í heilbrigðisumræðu eru einmitt í Bandaríkjunum og Íslandi þar sem fólk vill "eitt"kerfi í stað þess að blanda því besta úr báðum.
Ef einkarekið kerfi er án ríkisstyrkja er eðlilegt að þeir sem það velja fái skattaafslátt. Þar með erum við komin í franska kerfið, þar sem tryggingarhlutinn er ríkisrekin en þjónustan er í höndum einkaaðila.
Andri Geir Arinbjarnarson, 21.9.2009 kl. 13:49
Eins og Héðinn bendir á þá er ekkert því til fyrirstöðu að einkaaðilar stofni hér sjúkrastofnanir og selji þjónustu á markaðsverði.
Hugmyndafræðin að ríkið borgi fyrir einkarekna þjónustu fyrir þá ríku á meðan verið er að skera niður í þjónustu fyrir almenning er löngu úreld.
Karma (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.