21.9.2009 | 08:51
Icesave pólitík bremsar alla endurreisn
Lágt gengi og háir vextir stöðva alla uppbyggingu hér á landi og hafa sent efnahagslífið í djúpfrysti. Stýrivextir Seðlabankans stýra engu nema frostinu í kistunni.
Lykilinn að þeirri frystikistu er lausn á hinni hápólitísku Icesave deilu. Við komust ekki út úr þessari kreppu nema með erlendri hjálp en hún fæst ekki nema með laun á Icesave.
Nýrómantísk þjóðernislausn þar sem við neitum að borga Icesave, sendum AGS og EB heim og tökum völdin í okkar eigin hendi er falleg og lokkandi en því miður alls endis óraunveruleg.
Því lengur sem Icesave dregst á langinn því lengur mun taka að afþýða efnahaginn hér.
Erlendar skuldir 30% of háar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.