Icesave apinn á herðum íslenskra stjórnvalda!

Í engilsaxnesku máli er stundum talað um "monkey on your back" þegar aðilar lenda í erfiðum samningagerðum eða verkefnum.  Ein strategían er að koma apanum strax af sér og yfir á herðar andstæðingsins svo öll spjót standi á honum.

Icesave deilan er gott dæmi um ójafnan apaleik.  Bretar og Hollendingar geta haft sinn apa inn í lokuðum fundarherbergum en á Íslandi leikur apinn lausum hala og stekkur á milli herða íslenskra ráðherra öllum til mikillar hrellingar.

Nú bíða allir spenntir yfir hvernig Íslendingar koma apanum aftur yfir á herðar Breta og Hollendinga.

mccain-monkey-on-his-back_911609.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Skemmtileg samlíking og fínn pistill :-)

Anna Margrét Bjarnadóttir, 18.9.2009 kl. 09:35

2 Smámynd: Kama Sutra

Bara verst að Icesave apinn er risa górilla.  Hann hoppar ekkert svo léttilega aftur til Breta og Hollendinga.  Gæti tekið hann marga mánuði að tölta til þeirra aftur - á meðan íslenska þjóðin fær að éta það sem úti frýs...

Kama Sutra, 18.9.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Margur verður af aurum api! Íslenska þjóðin varð að stórum hluta að öpum í þeim skilningi og það apaspil sem verið hefur í gangi að undanförnu í boði Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Vinstri grænna er ekki bjóðandi. Ekki einu sinni öpum!

En, nú förum við í stríð að hætti Jóns áhyggjufulla (landbúnaðar) og Don Kíkóti, við erum nú einu sinni rúmlega hvorki meira né minna en þrjú hundruð þúsund, svo þetta verður ekki neitt mál. Mölum þá, síðan alla Evrópu og tökum að lokum AGS í okkar vörslu.

Það sem ekki var hægt með íslenskri snilli hlýtur að vera hægt að gera með íslenskri frekju.

Gaman í þessu leikhúsi- ekki satt?

Ingimundur Bergmann, 18.9.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband