Vandræði Dominique Strauss-Kahns og stjórnar IMF

Töf á afgreiðslu lána til Íslands frá AGS er orðin hin vandræðislegasta fyrir AGS og stjórn hennar.  Það er greinilegt að búið er að draga AGS inn í hápólitíska deilu sem stofnunni veit hvorki hvernig á að taka á eða útskýra. 

Þessi staða stefnir sjálfstæði stofnunnar í hættu og er dregur úr trúverðugleika hennar.  Það er ótækt að einstaka ríki (Bretar og Hollendingar) misnoti AGS til að þrýsta á um aðgerðir í málum sem koma stofnuninni ekki beint við.  Þessu verður að mótmæla kröftuglega.

Íslensk stjórnvöld eiga að taka þetta upp við Japani og Bandaríkjamenn, þær þjóðir sem eru okkur vinveittar og hafa völd í stjórn sjóðsins.


mbl.is Farið verði fram á skýringar AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða hvaða... Þetta eru bandaríkjamenn búnir að gera í áratugi í Mið- Ameríku.

gosinn (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 07:41

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í Bandaríkjunum er ný stjórn og við verðum að láta reyna á hvort þeir geti og vilji hjálpað okkur.  Það þýðir ekkert að leggja árar í bát áður en lagt er af stað.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.9.2009 kl. 08:41

3 identicon

Ég spyr á móti; af hverju ætti IMF að afhenda lán á þessum tímapunkti?

Myndir þú, Andri Geir, lána Íslendingum án þess að hafa hugmynd um hvernig Icesave málinu líkur?  Hlýtur ekki að skipta töluverðu máli fyrir lánveitanda, hvort Íslendingar samþykkja eða hafna ábyrgðinni? 
Þó menn geti farið nokkuð nálægt afleiðingunum af því að samþykkja Icesave, eru töluverðir óvissuþættir fólgnir í að hafna samkomulaginu; varla deila menn um það?

Getur verið að það sem menn kalla kúgun, sé réttnefndara skynsemi?

Þess utan, hafa áhrifamenn í stjórnarandstöðu, stjórnarflokkunum og jafnvel ríkisstjórninni sjálfri, gefið út yfirlýsingar hvar þeir efast mjög um samstarf við sjóðinn.

Meðan sjálf ríkisstjórnin getur ekki einu sinni verið einhuga í hvort starfa eigi með IMF, sýnist mér jaðra við frekju að heimta peninga frá sjóðnum.

Myndir þú lána þjóð ef miklar líkur væru á að hún myndi slíta öllum tengslum við þig innan skamms?

Ég undrast ekki að IMF vilji bíða, en þögnin er auðvitað fráleit.

Annars biðst ég afsökunar á að ryðjast svona inn þegar ég er ósammála, en geta þess sjaldnast þegar ég er sammála.  Hér er ævinlega vel bloggað.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:34

4 identicon

Þögn IMF á sér etv. margar útskýringar. Ekki svo viss um að það sé aðeins Icesave deilan sem komi hér að málum. Hvað með:

*Skuldastaða þjóðarinnar - +230% af VLF

*Greiðslugeta þjóðarinnar - miklar erlendar skuldir. Gjaldeyristekjur duga ekki sérstaklega ef hagkerfi heimsins mun ekki rétta úr sér á næstu 2-3 árum sem er staða sem er líklegri en ekki.

*Staða lífeyrissjóðanna - er hún virkilega góð eftir mikil töp á innlendum hlutabréfamörkuðum ? Er slagkraftur þeirra eins mikill og af er látið

*Endurfjármögnunarþörf fyrirtækja - enginn aðgangur að erlendu lánsfé nema í gegnum lán þjóðríkja

*Há verðbólga - lang hæsta verðbólga hjá nokkru ríki í OECD

*Hátt vaxtastig - útlándsvextir miklu hærri en 10%

*Gjaldeyrisþurð - það hvílir enn snjóhengja af IKR sem vill úr landi. Vaxtastefna Seðlabankans gerir hins vegar vandann enn meiri, hengjan vex með hverjum deginum sem líður

*Stjórnmálakreppa - alþingi er nánast stjórnlaus staður. Stjórnvöld fara í flæmingi undan stórum málum.

*Aðgerðir í ríkisfjármálum - Horfa ekki heilstætt á hagkerfið. Það þarf að endurskipuleggja hið opinbera upp á nýtt til að nýta sem best fjármuni. Mjög mikilvæg aðgerð.

Svona mætti lengi telja. Er þetta ekki nægjanlegt til að fá IMF til að staldra við og velta fyrir sér hvort IMF sé einfaldlega ekki að tapa einhverri PR deilu. Er Ísland einfaldlega ekki svo heit kartafla að meira að segja IMF er í vandræðum og þá er mikið sagt. Ætli IMF óski þess einfaldlega ekki heitt að losna héðan !!!

Held að Icesave deilan sé að dropi í hafi í öllu þessu "messi" - önnur atriði rista svo miklu dýpra.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:47

5 identicon

Mætti einfaldlega ekki skoða þögn IMF sem skilaboð um að staða Íslands sé svo slæm að því sé aðeins bjargandi í gegnum excel, landið sé í reynd "gjaldþrota".

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:50

6 identicon

Ef IMF telur Ísland vera "gjaldþrota" verður sjóðurinn að nota einhverja aðra aðferð en þögnina til að koma þessum skilaboðum áleiðis . Til þess eru þau of mikilvæg og staðan of alvarleg .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 11:21

7 identicon

Ég taldi upp nokkrar mögulegar ástæður þess fyrir þögn IMF og hvers vegna Icesave væri yfirtilla hjá fjölmiðlum og stjórnvöldum.

Ég held að staða Íslands frá sjónarhóli IMF sé svo slæm að landinu verði ekki bjargað með hefðbundnum leiðum - landið sé gjaldþrota.

Ég held einnig að IMF sé að vinna "á bak við tjöldin" að "lausn" fyrir landið. Það eru brauðmyslnur hér og þar í fréttum sem ættu að gefa okkur innsýn:

*ESB er hefur ákveðið að setja upp stórt sendiráð hér á landi

*Ráðherrar erlendra ríkja í framkvæmdastjórn ESB hafa komið fram og fullyrt að Ísland verði að fá flýtimeðferð

*Í gær kom fram að Spánverjar vilja leitast við að umsóknarferli Íslands í ESB verði  nánast í höfn sumarið 2010

*Vaxtaálag á ríkissjóðs hefur lækkað undanfarið og er komið niðurfyrir 400 punkta (það myndi ekki gerast ef aðeins núverandi staða væri metin !!)

*Fjárfestar eru farnir að lýta aftur á Ísland - væri ekki gert ef ekki væru undirliggjandi fréttir um breytta stöðu

*Seðlabankinn vill halda krónunnar stöðugri í kringum EUR 180 og reyndar styrkja hana örlítið - (væntanlega í átt að skiptigengi +/- 15%)

*Aðkoma stjórnvalda að Icesave

*Svör Breta og Hollendinga - myndu loka á okkur við eðlilegar aðstæður

Svona mætti lengi telja en einhverjir myndi þá fullyrða að ofangreind upptalning væri aðeins "self-fulfilling prophecy". Það verður tíminn að leiða í ljós.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 11:36

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Afskiptaleysi og þögn er engin lausn. 

AGS og íslensk stjórnvöld verða einfaldlega að kalla til ráðstefnu um framtíð landsins þar sem tekið er heilstætt á málum.  Þar þurfa að mæta forsætisráðherrar nágrannalandanna, framkvæmdastjóri ESB, seðlabankastjóri  Evrulandanna, helstu bankamenn og kröfuhafar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.9.2009 kl. 15:34

9 identicon

Sammála Andri enda hef ég í fyrri póstum hjá þér sagt að við þurfum mikla hjálp. En finnst þér ekki að frumkvæðið eigi að koma frá stjórnvöldum ? Er það ekki þeirra að leggja til slíkrar ráðstefnu sem úr gæti kristallast hugmyndafræði og nálganir sem unnt væri að nýta í hagkerfunum sem væru/yrðu jafnilla staðsett og Ísland ?

Ef við gefum okkur að þetta væri snjöll leið í okkar stöðu við hvað eru þá stjórnmálamenn hræddir ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband