Hæfni eða huggulegheit í Seðlabankanum?

Þegar staða aðalhagfræðings Seðlabankans var auglýst skrifaði ég:

Nú þegar staða aðalhagfræðings Seðlabankans er auglýst er mikilvægt að í hana veljist einstaklingur sem hefur óháða og sjálfstæða hugsun og er ekki úr vina-, flokks- og/eða kunningjahópi nýs Seðlabankastjóra eða bankaráðs. 

Æskilegt er að þessi einstaklingur hafi ekki starfað í Seðlabankanum áður.  Hér þarf einstakling sem getur komið inn með nýjar hugmyndir, ferska hugsun og aðra innsýn á hlutina en "gamla gengið"

Hvað hagfræðihugmyndir og kenningar varðar er einnig æskilegt að nýr hagfræðingur sé ekki á sömu bylgjulengd og nýr Seðlabankastjóri.  Mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem gagnrýnin umræða er leyfð og studd af æðstu stjórn bankans.  Þetta gerir auðvita meiri kröfur til stjórnunarhæfileika Seðlabankastjóra en þannig á það að vera.

Að hæfnisráð skuli hafa verið einróma í sínu álit á umsækjendum er áhyggjuefni og bendir til að heilbrigð gagnrýnin hugsun eigi ekki upp á pallborðið í Seðlabankanum nú frekar en fyrr. Hins vegar má búast við að andrúmsloftið á kaffistofu Seðlabankans verði þægilegt og huggulegt!


mbl.is Þórarinn ráðinn aðalhagfræðingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elínborg Skúladóttir

já mér finnst líka undarlega staðið að ráðningu þessara manna, sérstaklega þar sem ég sótti um starfið og taldi til hæfis, mína reynslu af því að spara og spara og spara, eingöngu vegna þess að ég á aldrey afgang af launum, talandi um laun þá fór ég ekki fram á há laun, taldi að hæfileg laun væru um 5-600 þúsund.

Svo mér finnst að seðlabanki hafi fengið köttinn í sekknum við ráðningu þessara manna sem virðast vera viðloðnir margt misjafnt.

Huggulegt vonandi ekki lengi!

hér þarf byltingu.

Elínborg Skúladóttir, 16.9.2009 kl. 21:59

2 identicon

Andri Geir; myndir þú vinsamlega senda mér netfangið þitt?  Ég þarf að koma til þín pósti.

Jón Gunnar Bergs (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband