Lekaviðgerðir Seðlabankastjóra - en hvar lekur?

Hinn nýi Seðlabankastjóri er farinn í stríð, hann segir: "Það er því hættuspil að brjóta reglurnar.“

Hvað á Seðlabankastjóri við hér? Hver er að brjóta reglurnar? Eru það stærstu fyrirtæki landsins? Eða er þetta dulbúin pilla á eigið bankaráð, sem virðist ekki alveg vera á sömu blaðsíðu og Seðlabankastjóri. Og hvaða hættuspil er hann að tala um hér?

Eitt má ekki gleymast og það er að fyrirtæki sem starfa mest í útflutningi á þjónustu hafa mörg hvert val.  Þau geta oft á einfaldan hátt flutt sig úr landi þar sem þeim er tekið með opnum örmum en ekki hótunum.

Þegar sett er fyrir einn leka byrjar yfirleitt að leka annars staðar - gjaldeyrisleki getur breyst í fyrirtækjaleka úr landi.

 


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Er um nokkuð annað að gera en hætta þessum gjaldeyrishöftum strax og taka þennan slag í 4 til 6 mánuði þó krónan falli um önnur 50% meðan við losum okkur við þessar "erlendu krónur" út úr hagkerfinu?

Er ekki betra að taka höggið nú en kveljast undir þessum "krónuflótta" næstu árin?

Ef við losnum við þetta erlenda fjármagn sem vill héðan burt þá þurfum við ekki heldur þennan mikla gjaldeyrisforða. Krónan mun styrkjast af sjálfu sér þegar þetta fé er farið úr landi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.9.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband