Jafnar leikreglur verða að gilda fyrir alla, líka Norðmenn!

Viðskiptaráðherra verður að sjá svo um að jafnar leikreglur gildi fyrir alla erlenda fjárfesta sem vilja koma hingað.  Ef fjárfestar fá það á tilfinninguna að sumir hópar séu jafnari en aðrir vegna pólitískra tengsla eða þjóðernis vekur það upp tortryggni og vantraust og er nóg samt.

Nýleg frétt um samskipti fyrrverandi Seðlabankastjóra við hóp norskra fjárfesta með tengls við norska verkamannaflokkinn þegar hann sat í Seðlabanka Íslands er mjög óheppileg og vekur upp margar spurningar hvort réttum leikreglum sé fylgt eftir.

Fá allir sömu fyrirgreiðslu, aðgang og upplýsingar?  Hefur fleiri fjárfestum verið boðið hingað til fundar og á hvaða forsendum?  Var það að frumkvæði Seðlabankastjóra eða annarra?

Þó um brunaútsölu á eignum þjóðarinnar sé að ræða megum við samt ekki alveg gleyma okkur.  Við verðum að reyna að fá eins gott verð og hugsast getur.  Fyrsta tilboð frá næsta nágranna áður en búðin opnar er ekki alltaf það besta!

 


mbl.is Á von á að fleiri fylgi í kjölfarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Af hverju sitja ekki bara allir við sama borð, innlendir og erlendir fyrirtækjaeigendur og fjárfestar?  Af hverju er eitt skattkerfi fyrir útlendinga sem hér stofna fyrirtæki og annað fyrir Íslendinga?  Þessi endalausi undirlægjuháttur okkar gagnvart erlendum fjárfestingu hér á landi er fáránlegur.  Við eigum auðlindir sem er af skornum skammti í heiminum og eigum ekki að þurfa að bjóða þær ódýrt eða með einhverjum heimanmundi.

Marinó G. Njálsson, 5.9.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Góður punktur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.9.2009 kl. 06:40

3 identicon

Er ykkur alvara að það séu mismunandi skattar eftir því hvort fjárfestar í landinu eru innlendir eða erlendir?  Það er fáránlegt og hvað liggur þar að baki?  Við megum ekki heldur selja eignir þjóðarinnar á brunaútsölu.

ElleE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband