5.9.2009 | 07:26
Einkavæðing ríkisframkvæmda
Þegar efnahagsreikningur ríkisins leyfir ekki meiri fjárfestingar með skuldsetningu verður að leita til einkaaðila. Þessi aðferð hefur verið mikið notuð í Bretlandi og var í miklu uppáhaldi hjá Tony Blair.
Þar byggja einkaaðilar sjúkrahús, skrifstofur, skóla og fangelsi - allt byggingar sem eru í eigu einkaaðila en ríkið leigir.
Næsta skref er síðan að bjóða hluta af rekstrinum út, viðhald, fangaflutninga, ræstingu osfrv.
Þá er stutt í það að einkaaðilar byggi sjúkrahús sem þeir eiga og reka og ríkið kaupir þjónustu af. Þannig innleiddi Tony Blair einkaspítalarekstur í hinu opinbera heilbrigðiskerfi Breta. Margir sjúklingar hafa nú val um hvort þeir leggist inn á prívat spítala eða ríkisspítala og sjúkratrygging breska ríkisins (NHS) borgar.
Neyðin kennir naktri konu að spinna. Samfylkingin með VG í eftirdragi mun fylgja breska Verkamannaflokknum eftir í þessum málum. Innan 5 ára munum við sjá prívatspítala rísa hér í samvinnu við ríkið. Öðruvísi verður ekki hægt að halda uppi nútímaheilbrigðisþjónustu með nýjustu tækni hér á landi.
Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg æðislegt ef einkaaðilar geta kreist fé útúr föngum. Útþensla fangelsa gæti orðið undirstaða hagvaxtarins á næstu árum. Svo fer þetta drasl á hausinn og þá taka skattgreiðendur við og borga Reinsróverana eins og venjulega.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 07:32
HaHa það væri nú findið að ef Jón Ásgeir eða einhverjir álíka auðrónar ættu fangelsi og svo myndi þeir fá gistingu þar sjálfir...
Jóhannes (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 07:48
Andri Geir:
Ég fagna þessu spori ríkisstjórnarinnar og kannski er henni ekki alls varnað?
Einkennilegt með Samfylkinguna, að hér í Reykjanesbæ er hún á móti Fasteign, sem eru í eigu nokkurra sveitarfélaga, og Glitnis, en getur síðan verið fylgjandi slíkum rekstri hjá ríkinu.
Síðan setur Samfylkingin lög um uppskiptingu orkuframleiðslufyrirtækja og veitufyrirtækja - reyndar vegna ESB löggjafar - og finnst það voða gott af því að það kemur frá Brussel, en síðan er Samfylkingin mótfallin uppskiptingunni og sölu HS orku hér í Reykjanesbæ?
Síðan minni ég á að einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni er ekki ný af nálum hér á landi: DAS, Grund og fleiri elliheimili, SÍBS, SÁÁ og Náttúrulækningafélagið - um örfá dæmi að nefna. Engin hefur gagnrýnt rekstur þessara elliheimila eða ásakanir komið upp um óráðsíu, slæman rekstur eða að illa hafi verið farið með fólk!
Skilur einhver svona stjórnmál!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.9.2009 kl. 09:45
Ég vill benda á að jafnvel þó að bretar hafi farið þá leið að hafa einkarekna heilbrigðisþjónustu að parti þá er ómögulegt að horfa á þá og meta hvort þetta sé sniðugt eða ekki. Miklu nær væri að horfa á bandaríkin og sjá hvað er búið að gerast þar.
Einkarekstur grunn þjónustu eins og heilbrigðisgeirans mun bara fela í sér
Mjög einföld ástæða. Einkafyrirtæki eru í þessu til að græða. Ríkið er í þessu til að veita þjónustu.
Svo þá er bara spurninginn, hvort viltu að einstaklingarnir sem sjá um þína heilsu hugsi bara um hvernig er hægt að gera bara rétt svo nóg fyrir þig vegna þess að þetta allt kostar, eða aðila sem vill þér fyrir bestu?
Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa þetta á báðar þessar lausnir, en í heildina litið er þetta svona.
Elvar (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:55
Og nota bene, bandaríkjamenn eru að reyna að fara frá sínu einkarekna kerfi yfir í meira ríkisrekið því þeim blöskrar við að heilbrigðisþjónustan hjá þeim er léleg miðað við önnur sambærileg lönd en samt sem áður tvöfalt dýrari.
Það er bara ekki fræðilegur að það sé ódýrara að láta einkaaðila reka þetta.
Elvar (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:59
Elvar,
Hvað með lönd eins og Frakkland og Sviss. Þau hljóta að vera með afleita heilbrigðisþjónustu þar sem hún er að mestu leiti í höndum einkaaðila?
Frakkar hafa alltaf sagt nei við sósíal heilbrigðisþjónustu eins og hún er uppbyggð á Bretlandi og Íslandi. Hvers vegna ætli það sé?
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 14:39
Að ýmsu leyti er ég hlynntur svona einkavæðingu. En hvort hún er góður díll fyrir ríkið, skattgreiðendur og neytendur--sem er aðalatriðið--fer eftir útfærslunni.
Ég er yfir mig fullur efasemda.
Fljótt og lítt útpælt sem stendur segi ég að setja þurfi löggjöf um hvernig að þessum málum er staðið. Í þá löggjöf myndi ég setja ákvæði um að allir samningar ríkisins við slíka aðilja séu gerðir opinberir. Þjónustugjafar til ríkisins verða að vera almenningshlutafélög eða tilbúnir að fara eftir reglum um upplýsingaskyldu almenningshlutafélaga s.s. um ráðningar í stjórn, bókhald, endurskoðun, etc., etc. Ég vil líka setja ákvæði um að sett verði á laggirnar eftirlitsnefndir fyrir hverja stofnun skipaðar alþingismönnum OG almennum borgurum sem m.a. nota feedback frá neytendum til að tryggja að þjónusta sé eins og samningar segja til um og segja álit sitt þegar deilumál koma upp. Eftirlitsnefndir verða að halda opna fundi með almenningi skv. plani.
Allt annað mun leiða til leynimakks og spillingar bak við tjöldin og leiða til féflettingar almennings gegnum ríkið. Ég efast ekki að mínar hugmyndir eru þeim sem að þessum málum standa algerlega andstæðar. Hmmm, ég velti fyrir mér hvers vegna.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 15:17
Kristján,
Þetta er athyglisverður punktur hjá þér að okkar stjórnsýsla sé of veik og spilling of mikil í íslensku þjóðfélagi til að innleiða prívat heilbrigðisþjónustu. Erum við Afríkuríki í þessum málum?
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.9.2009 kl. 06:44
Andri,
Það sem bankahrunið hefur sýnt mér fyrst og fremst er hversu frumstætt stjórnsýlsu og dómskerfi Íslands er. Ísland virðist ennþá vera á ráðherrastiginu sem hófst 1904 með Hannesi Hafstein. Það stig einnkennist af því að einn maður, ein nefnd, eða hver sá hópur sem ráðherra hefur delegerað valdi til, getur tekið ákvarðanir og jafnvel skuldbundið ríkið án eftirlits eða ábyrgðar gagnvart Alþingi (sjá http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/09/03/krofuhafar_gaetu_eignast_kaupthing/). Þetta minnir meira á hvernig Rómverjar stjórnuðu sýnum hjálendum gegnum konsúla--já eða Danakonungur gegnum ráðherra hér fyrrum—heldur en nútíma vestrænt lýðveldi.
Löggjöf er ábótavant í öllum flokkum á Íslandi (undanskilin bankaleynd og meiðyrði, hlífiskildir baktjaldamakkaranna). Engin hefð er heldur fyrir sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmda og löggjafarvaldi. Faðir minn, sem er hrl, var vanur að segja að allir íslenskir lögfræðingar vita að ekkert þýðir að fara í mál gegn ríkinu því þú tapar alltaf! Ég held það hljóti að vera einsdæmi í vestrænu lýðveldi að dómsmálaráðherra getur einn skipað í embætti hæstaréttardómara. Það sýnir kannski best hversu léttvægt embætti það er á Íslandi að vera hæstaréttardómari?
Undir þessum kringumstæðum þrífst spilling og leynimakk sem nefna má við bananalýðveldi. Vald safnast á hendur fárra hópa sem geta ráðmennskast með það eftirlits og ábyrgðarlaust, stikk frí frá réttvísinni. Sá kokteill að veita einstaklingum tækifæri til að selja þjónustu til ríkisins undir þessum kringumstæðum er baneitraður fyrir skattborgara landsins að mínu áliti.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.