4.9.2009 | 14:23
Mikil er viska Lilju
Lilja segir að þegar bankar veiti lán á föstum vöxtum séu þeir að deila áhættunni á milli sín og lántakenda. Þetta er nú ákveðin einföldun því bankar taka sjaldnast slíka áhættu alla vega ekki bankar sem eru vel reknir.
Í löndum með þróaðan fjármálamarkað gefa bankar út skuldabréf á móti lánum svo innflæði og útflæði yfir hinn fasta lánstíma sé í jafnvægi. Það er því ekki bankinn sem tekur þessa áhættu heldur eru það oft einstaklingar sitt hvorum megin sem eru að deila áhættunni, þ.e. sparifjáreigendur og lántakendur. Áhætta bankans felst aðallega í því að fólk geti staðið í skilum og sú áhætta mælist í vaxtaálagi yfir hættulausa vexti sem því miður er orðið ansi erfitt að mæla á Íslandi.
Í því ástandi sem nú ríki er mikil hætta á að sparifjáreigendur verði undir í baráttunni um peningavöldin sem endar með eignartilfærslu frá þeim til þeirra sem skulda. Hættan er að leið Lilju endi í verðbólgubáli eins og í kringum 1970 sem bæði þurrkaði út skuldir og sparnað.
![]() |
Flokksráð VG vill afnám verðtryggingar sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
upptaka dollars er brýnasta hagsmunamál Íslenskrar alþýðu.
Afhverju má ekki ræða þann möguleika í alvöru? Að halda hér uppi örhagkerfi miðað við skuldastöðu þjóðfélagsins er brjálæði
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.9.2009 kl. 14:43
"Afhverju má ekki ræða þann möguleika í alvöru?"
Einfaldlega vegna þess að það er svo vitlaust að það nær ekert uppá umræðugrundvöllsborðið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2009 kl. 14:47
Allar spurningar eiga rétt á sér. Helsta vandamálið við að taka upp dollar einhliða er skuldastaða okkar. Skuldir í dollar og krónum eru skuldir sem þarf að borga, gjaldmiðillinn breytir því ekki, hins vegar fáum við viðráðanlegt vaxtastig með dollar. Svo eru praktísk vandamál samhliða því. Seðlabankinn gæti ekki annað eftirspurn eftir dollara seðlum. Þar sem bankar á Íslandi njóta lítils trausts mundu bæði innlendir sparifjáreigendur og krónubréfseigendur vilja fara með allt úr landi. Dollaraeign Seðlabankans myndi þurrkast út strax.
Okkar eina von er að fá stuðning frá Evrópska Seðlabankanum í að verja krónuna innan ákveðinna marka miðað við evru.
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.9.2009 kl. 15:13
Já nú sjá menn pening í lífeyrissparnaði gamla fólksins- að hann borgi yfirskuldsetningu óráðsíufólks og útrásarskúrka. það er mannsbragur á þessari hugmyndafræði - eða hitt þó heldur....
Sævar Helgason, 4.9.2009 kl. 15:35
Sævar,
Þetta er rétt, því miður virðist Lilja ekki sjá aðra tekjumöguleika en gamla fólkið. Fyrir kosningar talaði húm um 2% eignarskatt og nú að taka verðtryggingum af ellilífeyrisþegum. Þetta er sama gamla rullan, alltaf byrjað á eldri borgurum og þeim sem minna mega sín. Skuldarar eru ekki eini þjóðfélagshópurinn sem þarf hjálp þó hæst heyrist í þeim.
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.9.2009 kl. 17:11
Svo er að sjá að VG- ingar hafi ekki minni sem nær aftur til áranna sem þú fjallar um og þau muni ekki eftir því þegar lánin þurrkuðust út (skuldurum til ómældrar ánægju) og síðan lánsféð líka. Þetta er ástandið sem þau kalla eftir, en kannski er þeim vorkunn því flest þekkja þau ekki annað en launin komi skilvíslega í pósti úr peningauppsprettunni ríkissjóði.
Ingimundur Bergmann, 4.9.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.