Icesave stelur dýrmætum tíma

Icesave samningurinn er orðinn mikil tímaþjófur þegar við síst erum aflögufær um tíma.  Allt er í stoppi þangað til þessi samningur er í höfn og eitthvað hafa íslensk stjórnvöld verið ofurbjartsýn á að Bretar og Hollendingar gæfu jákvætt svar fyrir helgi.  Nú er talað um að taka upp þráðinn í næstu viku til að ná fram sameiginlegum skilningi.  Svona orðalag vekur ekki upp von um skjóta afgreiðslu.

Á meðan bíða heimilin, atvinnuvegirnir og ríkisfjármálin en þetta eru mál málanna í dag.  Icesave kemur ekki til með að hafa bein áhrif hér á landi fyrr en eftir 7 ár.  Hvað getur stjórnin þraukað lengi með allt þjóðfélagið í biðstöðu?  Bretar og Hollendingar hafa nógan tíma en höfum við það?


mbl.is Bréf til Hollands og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Hefði ekki verið nær að bíða með þessa EU umsókn og þann tíma sem fór í stjórnarsáttmálann og tengingu hans við EU.

Hörður Valdimarsson, 4.9.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband