3.9.2009 | 14:34
Falleinkunn fyrir Ísland
Skýrsla Fitch getur ekki verið verri miðað við óbreytta lánshæfniseinkunn.
Ríkisfjármálin eru sérstaklega tekin fyrir og þar fær Ísland botneinkunn af þeim þjóðum sem Fitch metur. Það er erfitt að sjá hvernig AGS getur réttlætt lánaafgreiðslu til Íslands miðað við þessa stöðu. Það hljóta að vera mikil vonbrigði hjá AGS að ekki hafi tekist betur til að koma ríkisfjármálunum í sæmilega stöðu fyrir árslok 2009.
Niðurskurður og skattahækkanir 2010 og 2011 verða því þær verstu sem riðið hafa yfir þróuð ríki í manna minnum.
Það er kannski best að ræða þessi mál sem minnst enda fátt hægt að gera annað en að bíða og sjá hvernig ríkisstjórnin og Alþingi matreiða þetta niður í kjósendur.
Óbreytt lánshæfiseinkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sést vel hve mikið þessi umsókn um esb hafði "góð" áhrif á hagkerfið eins og samfylking var búin að lofa.
Geir (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:57
Geir,
ESB umsókn hefur ekkert að segja fyrr en en við erum komin inn eftir nokkur ár. Mál dagsins í dag eru ekki Icesave eða ESB heldur ríkisfjármálin, heimilin og atvinnulífið.
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.9.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.