Að reka velferðarkerfið á erlendum lánum

Eitthvað stendur skýrsla OECD í íslenskum stjórnmálamönnum enda á erlend gagnrýni ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum ólíkt erlendu hóli og skjalli sem flestir landsmenn halda ekki vatni yfir.

Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu og menntamálum er staðreynd sem ekki verður hægt að leyna lengur en til jóla þegar fjárlög fyrir 2010 verða að liggja fyrir. OECD er bara að segja það sem Ögmundur verður neyddur til að segja seinna á árinu.  Við höfum ekkert val þar sem erlendir aðilar munu neyta að lána okkur svo við getum keyrt okkar velferðarkerfi án aðhalds.

Það má svo segja að það sé óábyrgt af ríkisstjórninni að bjóða ekki upp á nýja möguleika fyrir sjúklinga til að leita sér tímanlegra lækninga og lækka kostnað þegar niðurskurðurinn byrjar af alvöru.

Mikilvægt er að bjóða fólki upp á að kaupa sér sérstakar tryggingar sem létta undir með sjúklingum til að standa straum að auknum lyfjakostnaði og þjónustugjöldum.

Þetta er fljótleg og auðveld leið til að hjálpa fólki en þar sem hún gengur þvert á pólitíska hugmyndafræði VG er hún algjört tabú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er sitthvað, skýrsla og spá.

Skýrslur OECD eru fínar samantektir um landsframleiðslu, hagvöxt og fleira. Spárnar eru hins vegar ekki óskeikular frekar en aðrar spár. Sé litið til skýrslunnar frá 2006 er eðlilegt að menn taki ráðleggingum með fyrirvara, sbr. þetta viðtal í norskum fjölmiðli. Taktu líka eftir hvað sagt er um bankarekstur og eftirlit.

Hitt er annað mál að niðurskurður í heilbrigðisþjónustu verður ekki umflúinn.

Haraldur Hansson, 3.9.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband