2.9.2009 | 11:42
OECD: Minningargrein um íslenskan bankarekstur
OECD eins og svo margir aðrir, benda ríkisstjórninni á að fá erlenda fagaðila til að hjálpa við endurreisn efnahagskerfisins sem hafi orðið fyrir meiri áföllum en annars staðra í heiminum öfugt við það sem sumir íslenskir stjórnmálamenn halda fram.
Íslenska fjármálakerfið er svo laskað og gjörsamlega rúið öllu trausti og trúverðugleika að það verður aðeins endurreist með hjálp erlendra banka og Seðlabanka Evrópu.
Í raun má túlka þessa skýrslu sem ákveðna minningargrein um íslenskt bankakerfi, Seðlabanka Íslands og krónuna. Í augum margra útlendinga er sjálfstæðum bankarekstri Íslendinga lokið.
OECD: Svigrúm til niðurskurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
OECD ráðleggur niðurskurð, inngöngu í ESB og upptöku evru. Hvurslags ráðleggingar eru þetta? Við þurfum ekki á útópískum ráðleggingum að halda. Við þurfum raunhæf úrræði. því miður þá eru stjórnvöld úrræðalaus og hlusta ekki á ráðleggingar sem gætu virkað. Nei það skal haldið áfram með handónýta krónu og ef heldur fram sem horfir þá mun allt lán AGS brenna upp í gagnslausa gengisvörn. 100 milljörðum þegar verið eytt! Og enginn talar um þetta? Það er vítavert
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.9.2009 kl. 12:30
Það þarf ekki útlendinga til. Ég hef síðan í október aldrei hugsað um íslenska banka öðruvísi en í þátíð. Það sem nú er kallað bankar er skel yfir skuldirnar, visakortin og reikningana. Bankastarfsemi er þetta ekki. Reyndar má halda því fram að eftir 2006 hafi bankarnir sem stóðu í erlendri starfsemi verið hættir að stunda bankaviðskipti og komnir yfir i kauphallar-og verðbréfaviðskipti nær alfarið. IceSave reikningarnir voru einungis til að ná inn peningum til að greiða af vaxtarbyrði lána sem bankarnir sjálfir þurftu að taka til að geta haldið sér á floti. Þetta var ekki beisið.
Gísli Ingvarsson, 2.9.2009 kl. 13:25
Gísli,
Þetta er alveg rétt hjá þér, eigum við ekki að segja þá, að þetta sé síðbúin minningargrein frá OECD!
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.9.2009 kl. 14:20
Blessuð sé minning íslenska bankakerfisins. Blessuð sé framtíð þess sem eftir er á landinu.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 2.9.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.