2.9.2009 | 07:59
Toyota í eigu hryðjuverkasamtaka?
"Toyota in terrorist ownership!" Þetta er fyrirsögnin sem Toyota óttast af bresku slúðurblöðunum.
Að skilanefnd Landsbankans skuli halda að Toyota taki í mál að blanda sínu alþjóðavörumerki við hryðjuverkamerki Landsbankans sínir skilningsleysi og skort á markaðsreynslu.
Það er engin framtíð fyrir Landsbankann, hann er búinn að vera og besta að loka honum eins fljótt og hægt er. Hryðjuverkalögin munu alltaf fylgja honum. Google mun sjá um það.
Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allir á Íslandi eiga núna að taka höndum saman og sniðganga með öllu fyrirtæki Magnúsar, s.s. Toyota og Dominos Pizza !
Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 08:21
Af hverju ?
Af því að maðurinn tók lán á sínum tíma? Var hann kannski eini maðurinn sem tók lán? Eigum við kannski að sniðganga öll fyrirtæki í landinu, þar sem öll hafa þau verið fjármögnuð með lántöku á einhverjum tíma?
Virkilega heimskuleg athugasemd.
Bjarni (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 08:26
Tók maðurinn lán já ?
Tæplega 50.000.000.000 krónur bara, sem hann getur ekki staðið við að greiða.
Og kannski á hann minni pening til að greiða af lánum af því að hann eyddi aurunum í þyrlu og aðrar nauðsynjar.
Mér finnst athugasemd 1 mun gáfulegri en athugasemd 2.
Anna Einarsdóttir, 2.9.2009 kl. 08:38
Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir eru allt ónýt vörumerki og það um allan heim.
Þetta eru hötuðustu bankar Evrópu.
Það munu allir forðast þá eins og heitan eldinn. Enginn mun vilja eiga viðskipti eða samskipti við banka sem heitir Landsbankinn. Sama gildir um Kaupþing.
Sem betur fer var skipt um nafn á Glitni og hann nefndur Íslandsbanki.
Að endurreisa þessa banka í stað þess að láta þá falla og gera þá upp með eðlilegum hætti skv. íslenskum gjaldþrotalögum voru stærstu mistök ríkisstjórnar Geirs Haarde.
Að ætla sé að reka þá áfram og láta þá heita áfram sömu nöfnum sýnir að þeir sem þarna stjórna málum vita ekkert hvað þeir eru að gera.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.9.2009 kl. 08:42
Og var hann sá eini sem tók meira lán en hann ræður við að borga af?
Hvað með allt fólkið sem er núna í vandræðum að borga af húsnæðis- og bílalánunum sínum, og hótar nú greiðsluverkföllum. Eigum við ekki bara að hunsa alla þá líka?
Og kannski á það minni pening til að greiða af lánum af því að það eyddi aurunum í jeppa og aðrar nauðsynjar.
Bjarni (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 09:42
Ég held bara að þessi Bjarni hafi borðað of margar Dominos-pizzur. Gæti kanski Bjarni verið Magnús sjálfur að skrifa undir dulnefni ? Ég held ekki, en skrif Bjarna eru annars alveg glórulaus að mínu mati. Að kenna saklausum almenningi um efnahagshrunið og verja þess í stað arðræningja, sem misstu sig í græðgi er bara hallærislega 2007 !
Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:08
Bjarni, hefur þú heimildir fyrir því að það eigi að hjálpa einstaklingum sem tóku lán þegar "verðbólan í íslensku efnahagslífi var sem stærst" með svipaðri niðurfellingu??
Fréttir um slíkt hafa allaveganna algerlega farið fram hjá mér, það á nefnilega bara að hjálpa þeim stóru en ekki þeim litlu, það er það sem fólk er ósátt við frekar en niðurfellinguna sjálfa.
Sigurður Ingi Kjartansson, 2.9.2009 kl. 10:08
Ég er ekki að kenna almenningi um eitt eða neitt!
Ég er bara að segja það að þessi Magnús tók lán fyrir kaupum á fyrirtækjum (sem er standard praxis í slíkum viðskiptum) og núna eftir hrunið þá getur hann ekki borgað það. Bankanum er því skilt að hámarka það sem hann getur fengið til baka af þessari skuld. Stórfelld niðurfelling á þeirri skuld held ég að sé ekki góð leið til þess, og var ég heldur ekki að minnast á það né mæla með því.
Það sem ég er að gagnrýna er sú krafa Stefáns að hunsa öll fyrirtæki Magnúsar, vegna þess að hann skuldar Landsbankanum einhverjar fjárhæðir. Ef fólk er ósátt og reitt vegna þess hvernig Landsbankinn ætlar að gera upp við Magnús (sem þó hefur hvergi komið fram hvernig verður gert), þá ætti sú reiði að beinast að Landsbankanum en ekki að Magnúsi.
Og svo benti ég einnig á það að hann var ekki sá eini sem spennti bogann of hátt fyrir hrun.
Bjarni (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:55
Þetta sem ég skrifa hér efst er meira vinsamleg áskorun en krafa og svo er milljarðaskuld Magnúsar meira en ,, einhverjar fjárhæðir ".
Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:17
Það er ekki hægt að leggja að jöfnu fólk sem skuldar tugi milljóna og fólk sem skuldar tugi þúsunda milljóna......
Anna Einarsdóttir, 2.9.2009 kl. 20:52
Lokum öllum ríkisbönkum sem fyrst, breytum Landsbankanum Austurstræti í málverkasafn.
Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 08:03
Halldór,
Stórfín hugmynd. Það er nóg pláss þar líka fyrir góða og ódýra kaffistofu!
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.9.2009 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.