25.8.2009 | 17:45
Bónus, Hagkaup, Síminn og VÍS á almennan markað
Fátt myndi örva atvinnulífið meir og koma fjármálamörkuðum af stað hér en myndarleg sala á góðum og arðbærum fyrirtækjum í hendur almennings og lífeyrissjóðanna. Mikið lausafé er í kerfinu sem þarf að fara út í hagkerfið og í atvinnuuppbyggingu.
Nú eiga skilanefndir bankanna og lífeyrissjóðirnir að drífa í því að leysa bestu eignir Haga og Exista til sín í stað þess að bjóða uppgjafarútrásarvíkingum upp á nauðasamninga.
Síðan á að bjóða hlutafé í þessum fyrirtækjum til sölu á opnum markaði. Til að byrja með gætu bankarnir selt 60% af hlutafénu á almennum markaði; 20% til almennings, 20% til lífeyrissjóðanna og 20% til erlendra aðila. Hin 40% má síðan selja eftir nokkur ár þegar betri skriður er kominn á markaðinn hér á landi.
Með þessu fengju bankarnir peninga og gjaldeyri inn í bankakerfið sem örvaði lántöku, atvinnulífið fengi aðgang að hlutabréfamarkaðinum til fjármögnunar á nýjum tækifærum og almenningur fengi arð sem annars rynni í vasa fyrrum útrásarvíkinga. Allir myndu vinna nema hinir gömlu eigendur sem hafa hvort sem er spilað rassinn úr buxunum.
Nú þurfa skilanefndir, ríkisstjórnin og lífeyrissjóðirnir að sýna að þeir hafi bein í nefinu til að standa vörð um hagsmuni almennings og lúffa ekki fyrir gömlu útrásarvíkingunum sem í örvæntingu eru að reyna að bjarga sínu eigin skinni.
Mikið laust fé í fjármálakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Athugasemdir
ÞAÐ ER GÓÐ SPURNING,ÉG SÉ EKKI ÁÐ ÞAÐ SÉU MENN SEM HAFA HEILA BRÚ Í KOLLINUM TIL AÐ GJÖRA RÉTT FIRRIR ALMENING Í ÞESSU LANDI NEMA ÞAÐ RÉTTA FIRRIR ÚTRÁSARPAKKIÐ.
Jón Sveinsson, 25.8.2009 kl. 18:03
Þetta er góð leið út úr útrásarkreppunni. Útrásarliðið færi útúr rekstri- nýtt fólk með freskleika kæmi inn og endurreisn færi í gang. Það er í raun ömurlegt að lesa um tilraunir til að framlengja í hengingaról þeirra sem sett hafa landið á hausinn og bjóða uppá nauðasamninga - fyrirtækja sem þessir menn eiga ekki eina krónu í. það er í raun alveg útilokað að þetta lið sem setti landið á hausinn verði nokkurstaðar með rekstur lengur....hér á landinu.
Sævar Helgason, 25.8.2009 kl. 18:16
Þessi 4 fyrirtæki eru verðmæt og það vita fyrri eigendur. Þetta yrði góð fjárfesting fyrir almenning og lífeyrissjóðina og eftir 5 ár er líklegt að upphafleg fjárfesting skilaði góðri ávöxtun.
Því róa fyrri eigendur lífróður til að halda í þessar eignir fyrir sjálfa sig. Nú vilja þeir að almenningur sem ekki fær gefnar eftir húsnæðisskuldir gefi eftir skuldir gjaldþrota fyrirtækja svo framtíðarávöxtun og arður gangi til gömlu klíkunnar sem er vön að fá það sem hún heimtar.
Hér er um stórkostleg verðmæti að ræða alveg eins og í Icesavedeilunni og almenningur má ekki sofa á verðinum og láta blekkja sig eina ferðina enn.
Andri Geir Arinbjarnarson, 25.8.2009 kl. 19:55
Með því að afnema verðtryggingu og lækka vexti niðrí 0, þá væri miklu arðbærara að leggja peninga í rekstur og viti menn. Atvinnuleysi myndi hverfa á undraskömmum tíma.
Doddi D (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 21:34
Mikið vit í þezzum hugmyndum.
Steingrímur Helgason, 25.8.2009 kl. 22:46
Skilanefndir, ríkisstjórnin og lífeyrissjóðirnir ráða ekki við mafíuna.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:05
Viðar,
Það er málið hvar byrjar mafían og hvar endar hún? Núverandi ástand er gróðrarstía fyrir spillingu. Það þarf sterk bein til að standast þetta.
Andri Geir Arinbjarnarson, 26.8.2009 kl. 06:44
Þetta er skemmtileg hugmynd en mér finnst ekki raunhæft að þvinga viðskiptabankana til þess að selja ef það gerir það að verkum að þeir hámarka ekki verðmæti. Kröfuhafarnir sem eru væntanlega að eignast að hluta til Kaupþing og Íslandsbanka myndu örugglega vera á móti því að útiloka aðra kaupendur.
Önnur hugmynd væri að stofna skráðan sjóð sem myndir gera almenningi kleift að fjárfesta í almennum fyrirtækjum sem viðskiptabankarnir verða væntanlega að selja. Ef stjórnin er kosin af virkum og veldreifðum hluthafahóp og stjórnendur ráðnir samkvæmt faglegu ráðningarferli ætti slíkur sjóður að njóta trausts almennings.
Conor (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:59
Conor,
Það er alveg rétt að það þarf að hámarka verðmæti við söluna. Hins vegar geta kröfuhafar fengið "debt for equity swap".
Aðalmálið er skoða allar leiðir og ræða. Það er ekki endilega besta að setja framtíðina í vörslu þeirra sem voru í brúnni þegar skipið strandaði. Nýir vendir sópa best.
Andri Geir Arinbjarnarson, 26.8.2009 kl. 15:38
Síminn (Skipti) var skráður í u.þ.b. 15 mínútur í Kauphöll Íslands. Kauphallarskráning var hluti af skilyrðum sem sett voru þegar síminn var seldur. Eftirspurn eftir bréfum símans var mjög lítil. Ástæðan líklegast sú að tíminn hafði verið notaður til þess að kafskuldsetja fyrirtækið. Ég hafði ekki áttað mig á því og keypti dálítið af hlutabréfum í Símanum. Þeim var síðan "stolið" af mér, þegar ég var látinn sæta nauðungarinnlausn á bréfunum og taka við bréfum í Exista sem greiðslu. Þessi gjörningur var framkvæmdur í nánu samstarfi Kaupþings og Exista. En varðandi þína tillögu, Andri Geir, er ekki vandamál ef þessi fyrirtæki eru skuldsett alveg uppfyrir haus? Lýst samt vel á að skoða möguleika á þessu sem þú nefnir.
Ólafur G. Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:41
Sæll Andri,
Takk fyrir svarið. Ég viðurkenni að ég skil ekki debt-for-equity swap punktinn. Debt/equity swap er nauðsýnlegt með öll þessi fyrirtæki enda er ekki hægt að að selja þau of skuldsett eins og þau eru í dag. Bankarnir þurfa fyrst að afskrifa hlut af lánunum og á móti eignast allt hlutaféð. En það breytir ekki því hvernig kaupendur verðmeta félögin - ef bankarnir gera ekki debt/equit swap og skuldir eru meiri en hæsta tilboð þá selst fyrirtækið ekki nema bankarnir eru til að selja lánin með afslætti.
Minn punktur er sá að aðrir kaupendur væru hugsanlega til í að borga meira fyrir þessi fyrirtæki heldur en hlutabréfamarkaðurinn. Myndir þú það þvinga bankana til þess að selja á lægra verði með því að skrá fyrirtækin ?
Ég er hjartanlega sammála þér varðandi þörf á nýju fólki til þess að leiða þessi fyrirtæki. Corporate governance er að mínu mati mikið vandamál/tækifæri á íslandi en það sama á við hvort maður skráir fyrirtæki eða sjóð. Þess vegna segi ég að veldreifður og virkur hluthafahópur skiptir miklu máli.
conor (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:25
Conor,
Ég skil hvert þú ert að fara. Ég held að það sé mikilvægt að reyna að koma hluta af þessu félögum á opinberan markað og í hendur almennings. Sjóðsaðferðin gæti virkað vel, en bein eignaraðild er einnig æskileg.
Þeir sem eignast hlutafé á endanum þ.e. kröfuhafar ættu að íhuga vel að setja hluta af sínum hlutafé á opinn markað. Þar með skapast líka markaður með þessi bréf. Það er mjög mikilvægt að þessi markaður sé opinn og gegnsær en ekki sé verið að versla með þetta á gráum markaði.
Andri Geir Arinbjarnarson, 27.8.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.