25.8.2009 | 13:06
Fyrst þarf að taka til í Hæstarétti
Ef þessi einkamál eiga að ganga jafnt yfir alla þarf að taka til í Hæstarétti.
Þar þurfa að vera dómarar sem eru óháðir fyrrverandi og núverandi stjórnvöldum og viðskiptaklíkum.
Höfða einkamál gegn hrunfólkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 13:19
Alveg sammála.
Valdnýðingurinn Björn Bjarnason er búinn að stórskaða dómskerfið í landinu (með smá hjálp frá Árna Matt) með þvi að meta flokksskýrteini í SjáfstæðisFLokknum ofar hæfi.
Alli, 25.8.2009 kl. 14:13
Ég býð mjög spenntur - og það nú þegar - að sjá hvernig dómsmálayfirvöld taka á hruninu.
Var efnahagur landsins felldur án þess að nokkur lög væru brotin ?
Var það löglegur gjörningur bankanna að veita hlutabréf í sjálfum sér. Fá greitt með veittu kúluláni auðvitað (með veði í sjálfu sér...) hækka með því virðið og taka síðan út daginn eftir mega-arð vegna gróðans ?
Var löglegt að fella niður ábyrgðir kúlu-lánaþega eftir behag þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki græða á "kaupunum" ?
Málið snýst í raun um það hvort venjulegu fólki verði stætt á því að búa hér áfram eða ekki. Allavega mér.
Ábótinn (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 14:32
Rétt hjá þér Andri.
Það þarf reyndar sérdómstól í málum tengdum hruninu líkt og það þarf sérstaka saksóknara til að rannsaka þau mál.
Dómstólar landsins hvorki geta né vilja gæta réttlætis í sakamálum yfir vinum sínum.
TH (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 17:22
Dómstólar eiga það til að sýna valdahlutföllin í samfélaginu. Þess vegna var áróðursmaskínana svo mikilvæg í Baugsmálinu svokallaða. Það þarf því ekki síst að vinna orðræðuna í samfélaginu til að hægt sé að dæma auðmenn fyrir þátt sinn í hruninu. Slíkt verður aðeins gert ef valdhafarnir fara að verða hræddir um að það muni kosta þá of dýrt að halda yfir þeim hlýfisskildi.
Héðinn Björnsson, 25.8.2009 kl. 17:44
Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða. Ef það var hægt að leggja eitt land í rúst, lögum samkvæmt, hljóta það að vera ólög. Því má ekki nota þau lög til að verja þá sem verknaðinn frömdu. Það þarf nýja kústa, nýja dómara, nýtt hugarfar, afturvirk sanngjörn lög. Lög sem framfylgja réttlæti, en ekki uppfylla metnaðargirni ofurlaunaðra laga og endurskoðunartækna.
Það þarf hatur og hefningirni. Sbr. Landssvikauppgjörið í Noregi eftir stríð. Enda er skaðinn síst minni en eftir Quisling og kompaní. Það þarf að sannfæra okkar nánasta umhverfi um að þetta látum við ekki gerast aftur án skelfilegra afleiðinga fyrir þá sem valda. Ekki síst okkar eigin börn og barnabörn. Skrifa um þetta kennslubækur og gera að skyldunámsefni. Þar sem persónurnar á bak við ódæðið eru dregna fram í dagsljósið og persónugerðar.
Jens Guðmundur Jensson, 25.8.2009 kl. 18:00
Já það kann að vera að Björn Bjarnason sé búinn að stórskaða hæstarétt með því að setja þar tóma Samfylkingarmenn.
Ef dómarar á annað borð dæma eftir flokkpólitískum línum hlýtur niðurstaðan í Baugsmálinu að taka af allan vafa hvar í flokki þeir standa. Allavega Er nokkuð ljóst að niðurstaðan í því máli kætti fleir Samfylkingarmenn en Sjálfsæðismenn ef marka má umræðuna sem fylgdi í kjölfarið á þessari stórundarlegu niðurstöðu hæstaréttar.
Ég hallast nú samt helst að því að hún Eva okkar hafi hitt naglann á höfuðið þegar hún sagði að dómarar hefðu tilhneigingu til að sýkna þegar þeir skildu ekki málið.
Bara eitt atriði sem ég taldi nú auðskiljanlegt flestum að væru ekki réttmætir viðskiptahættir, þegar stjórnarmaður í almenningshlutafélagi, jafnvel stjórnarformaður, kaupir persónulega fyrirtæki og selur svo almenningshlutafélsginu korteri seinna á milljarð meira.
Niðurstaða Hæstaréttar var að þetta væru viðskipti en ekki misbeiting á aðstöðu og málinu vísað frá.
Þennann leik Jóns Ásgeirs lék Björgúlfur Þór líka en var aldrei kærður enda ekki tilefni til eftir frávísun hæstaréttar á máli Jóns.
Það furðulega er að ef þetta er leifilegt samkvæmt lögum þá þarf að breyta þeim hið snarasta en það hefur engum alþingismanni dottið í hug.
Landfari, 25.8.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.