Um lög og reglugerðir

Í heilbrigðislögum frá 2007 segir:

...allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði

En reglugerðir segja allt aðra sögu.  Þar er þjónustan skorin niður virðist vera á tillits til laga? 

Eru lög fyrir einn hóp samfélagsþegna og reglugerðir fyrir annan?

Ætli lögin gildi ekki fyrir hina efnameiri sem hafa efni á að fara í mál eða eru með góð sambönd!

Þegar ríkið hættir að greiða niður kostnað við aðgerðir og lyf er ekki eðlilegt að landsmenn geti tryggt sig hjá tryggingarfélögum ef þeir þurfa á slíkum aðgerðum og lyfjum að halda í framtíðinni?  Af hverju á fólk að þurfa að borga fullt verð úr eigin vasa?  Fellst ekki ákveðin mismunun í því?  Er ekki verið að gera heilbrigðiskerfið meir og meir aðgengilegt fyrir efnameiri hópa þjóðfélagsins?  


mbl.is Herða skilyrði fyrir endurgreiðslu á æðahnútaaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband