25.8.2009 | 07:51
Tryggingarsjóður settur á kennitöluflakk 2024?
Þessir Icesave viðaukar eru að fá á sig yfirbragð útrásavíkinganna, hver Barbabrellan rekur aðra og nú hefur einhverjum dottið það snjallræði í hug að setja tímasprengju í einn viðaukann sem ekki springur fyrr en flestir sem nú eru á þingi eru komnir á eftirlaun, í sendiráðsstöður eða í Seðlabankann!
Hvaða þýðingu hefur fyrirvari um ríkisábyrgð sem rennur út 2024? Hvað skeður þá? Verður Tryggingasjóður þá látinn rúlla eða verður skipt um kennitölu? Ef ekki, þá höldum við áfram að borga, og munum borga meira? Eina breytingin verður að vextir hækka, sem sagt, engin ríkisábyrgð = hærri vextir!
Lengi getur vont versnað!
Ríkisábyrgðin falli niður 2024 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:03 | Facebook
Athugasemdir
Viltu frekar: ríkisábyrgð = hærri skatta ? Það verður afleiðingin ef ríkisábyrgðin verður samþykkt, en það stenst hinsvegar ekki stjórnarskrá sem bannar afturvirka skattheimtu. Það mun aldrei verða löglegt að innheimta skatta af íslenskum almenningi til að standa undir greiðslum fyrir hönd sjálfseignarstofnunar, nema slík lög hafi verið sett fyrirfram og þá væri viðkomandi stofnun ekki lengur sjálfseignarstofnun heldur ríkisfyrirtæki. Í tilviki tryggingasjóðs innstæðueigenda myndi slíkt brjóta í bága við tilskipun EB 94/19 um innstæðutryggingar. Þetta er ekki spurning um hvort alþingi eigi að samþykkja ríkisábyrgð eða ekki, heldur er það beinlínis óheimilt samkvæmt gildandi lögum og reglum, tíma og kröftum þingmanna væri því betur varið í þarfari verkefni.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 11:08
Guðmundur,
En hvaða tilgangi þjónar ríkisábyrgð í 8 ár?
Andri Geir Arinbjarnarson, 25.8.2009 kl. 11:44
Ríkisábyrgð á innstæðutryggingum þjónar akkúrat engum tilgangi þar sem ríkissjóður hefur engar lagaheimildir til að fjármagana slíka ábyrgð ef á hana reynir. Ef slíkur skattur verður lagður á þá ætla ég ekki að borga hann, tel mér ekki bera nein skylda til þess og mun véfengja það í lengstu lög. Þeir sem ættu með réttu að borga eru þeir sem hirtu peningana af erlendum innstæðueigendum, og það var ekki ég.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.