24.8.2009 | 20:16
Exista skelin er einskis virði - Síminn til almennings!
Það er barnaskapur að halda að Exista sé einhvers virði. Þetta er brotin skel sem þjónar engum tilgangi nema að halda bakkabræðrum í vellystingum. 800,000 milljónir á ári til að gera hvað? Borga í sjóði stjórnmálaflokka? Nú hlýtur að vera komið nóg.
Fyrirtæki innan Exista eiga að starfa sem sjálfstæð fyrirtæki með eigin stjórn og hlutafé. Arður af þessum félögum á að renna til almennings en ekki bakkabræðra.
Nú reynir á pólitískar skilanefndir að þær standi vörð um hagsmuni almennings en ekki elítu sem hefur farið með allt til fjandans og neitar staðreyndum.
Eins og ég hef sagt áður er best að Exista fari í þrot og skilanefndir selji Símann, Vís og önnur félög innan Exista til almennings og starfsmanna.
Ekkert vandamál er að fá erlenda fjárfesta t.d. í Símann ef þess gerist þörf.
Tími útrásarvíkinganna er liðinn.
Vildu fá milljarð í rekstrarkostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.