Hagar í hendur almennings í almennu hlutafjárútboði!

Jón Ásgeir sagði hér í hruninu í október að þeir sem ættu skuldir fyritækja hans ættu félögin.  Hann reyndir að koma sínum fyirtækjum í skjól hjá Philip Green á tombóluverði framhjá skilanefndum bankanna en tókst ekki.

Nú virðist hann hafa snúið blaðinu við og telur sjálfsagt að hann haldi völdum þótt 95% af hlutafé fyrirtækisins sé í vörslu og stjórn skilanefndar Kaupthings.  Hagar verða ekki endurreistir og gerðir skuldlausir á tveimur árum bara af því að Jón Ásgeir segir svo.  Hann þarf að koma fram með haldbærar staðreyndir svo sem:

1.  Endurskoðaða ársreikninga fyrir Haga

2.  Skuldastöðu Haga og endurfjármögnunarplan samþykkt af lánadrottnum

3.  Nöfn á breskum fjárfestum og á hvað grundvelli þeir ætla að fjárfesta í Högum?

Það er til önnur leið fyrir skilanefnd Kaupþings og það er að skipta Högum upp í 4-5 einingar og selja til almennings á opnum markaði.  Þeir sem versla t.d. í Bónus gæfist þá kostur á að eignast hlut í sinni verslun og þar með fá arð og eigendaafslátt.  Ríkið myndi halda eftir "golden share" til að tryggja að einstaka hópar og klíkur gætu ekki farið að ráðskast með fyrirtækin að eigin vild. 

Stjórn hinna nýju fyrirtækja myndi hafa óháðan meirihluta sem hefði það að markmið að gæta hagsmuna almennings en ekki stærstu hluthafa, öfugt við það sem hefur hingað til tíðkast. Þetta eru jú almenningshlutafélög!

Lífeyrissjóðirnir gætu líka komið hér inn sem sterkur bakhjarl og þar með yrðu einingar Haga í dreifðu eignarhaldi almennings. 

Er þetta ekki skynsamlegri aðferð en að fara að afskrifa lán til Jóns Ásgeirs og gefa honum enn einn sjensinn?  Það er til fullt af góðu fólki á Íslandi sem getur rekið verslanir á sómasamlegan hátt og fengið erlenda fjárfesta inn í dæmið ef nauðsyn þykir til.

Þessi aðferð yrði líka algjör lyftistöng fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og myndi örva atvinnulífið langt út fyrir Haga.

Tími útrásarvíkinganna er liðinn, tími almennings er runninn upp!

PS.  Þetta gildir líka um Exista og aðrar skuldsettar útrásar grúppur sem eru í gjörgæslu hjá skilanefndum.


mbl.is Fá breska fjárfesta inn í rekstur Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Why not?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.8.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Mjög athyglisverður pistill.  Sammála.

Málið er bara hvenær ætla yfirvöld og meintar bankastofnanir að snúa við blaðinu?

P.Valdimar Guðjónsson, 24.8.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Tími útrásarvíkinganna verður ekki endanlega liðinn fyrr en við velltum þeim úr síðustu lykilfyrirtækjunum á Íslandi. Látum kné fylgja kviði og gefum ekkert eftir.

Héðinn Björnsson, 24.8.2009 kl. 16:21

4 identicon

Brjota thetta upp i jafnmargar einingar og verslanirnar eru.

Ein bud einn eigandi. Her adur og a flestum stodum eru sjoppur i einka

eda fjolskyldueigu. Thannig a thad ad vera. Buid ad bua til einokun med 10-11 gengid milli bols og hofuds a einkaframtaki med otakmorkudu adgengi ad lansfe ur sinum eigin banka. Sjaidi bara Fiskisogu... Thar virdist god lausn i gangi, ein bud einn fisksali, ævagomul atvinnugrein fyrir duglegt folk.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Kama Sutra

Brillíant!  Ég styð þessa hugmynd.

Kama Sutra, 24.8.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband