Sísyfusar verkefni Alþingis

Eins og hinn gríski prins Sísyfus, sem var dæmdur til þess af grísku guðunum að ýta steini upp fjallshlíð um alla eilífð til þess eins að hann ylti aftur niður í hvert skipti sem upp var komið, virðist Alþingi komið í sömu stöðu með Icesave.

Upp fer málið til þess eins að rúlla aftur niður.  Þessi skrípaleikur væri hlægilegur ef hann væri ekki svona alvarlegur.  Að Alþingi og ríkisstjórnin skuli ekki búa yfir lögkunnum sérfræðingum í alþjóðarétti, en hlaupi upp til handa og fóta þegar þrýstihópar út í bæ kalla hó, segir allt sem segja þarf um vinnubrögðin á þeim bæ.

Þessi Sísyfusar leikur Alþingis mun kosta þjóðina dýrt.  Miklu heiðarlegra og skynsamlegra hefði verið að samþykkja þennan ógæfusamning strax og fara fram á endurskoðun eftir nokkur ár þegar aðstæður eru aðrar og nýjar stjórnir hafa tekið við í löndunum þremur.

Að reyna að slá Zeus ref fyrir rass með einhverjum fyrirvörum er hættulegur leikur.

 

 

 


mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað ef Bretar neituðu að endursemja (eftir nokkur ár)?

Doddi D (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:48

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Bretar eru reyndari og skynsamari en það. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Geir í þágu hverra er þessi asi. Hvers vegna má ekki gefa þessu máli góðan tíma.

Þeir sem vilja flýta þessu máli minna mig á fasteignasala sem setur mjög stuttan tíma á tilboð til þess að skapa þrýsting og stuðla að því að fólk taka ákvarðanir án ígrundunar.

Í þessu máli efur sennilega þúsundir milljarðar í spili ef allt er týnt til. Þetta er mála sem þarf að gefa sér góðan tíma fyrir, ígrunda vel og afgreiða án asa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.8.2009 kl. 01:42

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Nær væri að spyrja hvað var að gerast í þessu máli frá desember 2008 til júlí 2009?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.8.2009 kl. 05:49

5 identicon

Engu við þetta að bæta, bara sammála.  En langar að þakka þér fyrir málefnaleg skrif í gegnum tíðina, kíki "reglulega óreglulega" við hjá þér.

ASE (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

ASE,

Takk fyrir.  Það er gott að heyra að þetta sé málefnalegt hjá mér. Það er hins vegar ekki skoðun þeirra sem reka mbl.is en þeir leyfa mér samt að skrifa svo ég ætti ekki að vera að kvarta. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.8.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband