Allt í hnút í Reykjavík

Ætli þeim hafi létt í London og Haag í morgun þegar þeim varð ljóst að allt logar stafnanna á milli hér á landi og enginn veit haus né hala á þessum Icesave samningi?  Hvernig er hægt að semja við svona land? 

Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð á Alþingi og hjá ríkisstjórninni í þessu Icesave máli eru vatn á myllu þeirra sem telja að Íslandi hafi verið stjórnað af spillingu og vanhæfni um langan tíma.

Icesave var "tær snilld" og stolt Íslendinga fyrir um ári síðan en í dag er Icesave kúgun nýlenduvelda.  Við skrifum upp á aljóðasamninga þegar það hentar okkur en reynum svo með hártogunum og upphrópunum að koma okkur hjá skuldbindingum okkar.  Við viljum EES frelsi en ekki skuldbindingar og ábyrgð.  Við elskum erlend lán en viljum helst ekki borga þau til baka og erum orðin vön að þurfa ekki að stilla upp neinum veðum nema andlitinu.  

Þetta Icesave mál sýnir á mjög sérstakan hátt, hversu fjarlæg við erum frá venjum og gildum okkar nágranna.  Við höfum alltaf geta notað okkur þessa fjarlægð til góða, samanber, fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.  Þessi glansmynd er nú í björtu báli.

 


mbl.is Breytingartillögur nægja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband