Nýir og ópólitískir vendir sópa best eftir skuldafyllirí

Ljóst er að það verður erfitt að finna nýja stjórnendur til að taka til eftir skuldafyllirí fyrrverandi viðskiptaelítu Íslands.  En undan því verður ekki skorist.

Einn mikilvægasta hluti endurreisnar íslensk atvinnulífs er að koma ofurskuldsettum fyrirtækjum í hendurnar á nýju fólki með nýjar hugmyndir og umfram allt nýjan stjórnunarstíl og heilbrigt viðhorf til fjármagns.

Erfiðast verður að finna reynda fjármálastjórnendur sem hafa bæði reynslu af rekstri og fjármögnun fyrirtækja.  Það hefur svo berlega komið í ljóst að þeir sem stóðu að fjármögnun íslenskra fyrirtækja á síðustu árum höfðu litla sem enga reynslu af rekstri. Margir kunnu heldur ekki grunnatriði lánastarfsemi svo sem að fara fram á traust veð.  Þetta fólk hefur hvorki reynslu, þekkingu, traust eða trúverðugleika til að leiða íslensk fyrirtæki.  Hér verður að hreinsa til. 

Ef þetta á að takast verðum við að leita út fyrir landsteinana af fólki með nauðsynlega reynslu og þekkingu, alla vega tímabundið.  

Hitt verkefnið er að brjóta upp gömlu viðskiptaveldin og skapa meiri samkeppni.  Besta dæmið um þetta er að  að finna innan Haga.  Bónus, Hagkaup og 10-11 mega alls ekki lenda í höndunum á sömu klíkunni þó sú klíka geti stillt fram 3 mismunandi kennitölum.   Einnig er nauðsynlegt að brjóta upp Exista og koma Símanum í eðlilegt starfsumhverfi.


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir eru inni í Nýja Kaupþingi til þess að gæta hagsmuna almennings sem á jú veð í 100% hlut.

Eru þessi eftirlitsmenn ekki þeir hinir sömu og "greindu stöðuna" hér áður fyrr.

Greiningardeildir bankanna sem sögðu all vera flott og gott en ekkert stóðst.

Er ekki sama fólkið að "greina" í dag?

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:19

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ólafur,

Ég hef margoft sagt að við komust aldrei út úr þessari fjármála og pólitísku spillingu nema með aðstoð útlendinga.  Við þurfum a.m.k 8 erlenda fagaðila inn í þessar fjórar aðalskilanefndir, 2 í hverja, það gerir 8 stykki "Eva Joly" takk.  Allt annað er yfirklór sem enginn treystir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband