21.8.2009 | 20:40
Ögmundur notar sömu röksemdir og Gordon Brown
Þegar Ögmundur segir að Íslendingar ráði hvaða fé fari héðan úr landi og haldi aðrar þjóðir öðru fram er vegið að fullveldi Íslands notar hann sömu rök og Gordon Brown notaði þegar hann frysti eignir Landsbankans með hryðjuverkalögum.
Erum við að komast í heilan hring í þessari Icesave tragikómedíu?
Sjaldan veldur einn þá tveir deila!
Veitti ekki heimild í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur Brown einhvern tíma sagt hvers vegna hann beitti hryðjuverkalögunum?Setti hann og hans Darling ekki hryðjuverkalögin í gang og steinþögðu báðir tveir um ástæðuna? Létu þeir ekki öðrum eftir að giska á hvers vegna!
Helga (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:10
Brown setti hryðjuverkalögin til að stoppa útflæði á peningum til að vernda breska hagsmuni. Hann sagði á BBC að þetta hefði verið nauðsynlegt til að vernda breska hagsmuni og koma í veg fyrir frekari áföll innan fjármálageirans. Hann sagði ennfrekur að hryðjuverkalögin hefðu verið eina tækið sem hann hefði haft til að stoppa þetta í tíma.
Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 06:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.