21.8.2009 | 13:07
Kjartani svarað
Kjartan Gunnarsson er glerhús íbúi sem kastar steinum. Í grein í Morgunblaðinu í dag hneykslast hann á björgunaraðgerðum Steingríms og virðist ekkert skilja hvers vegna Steingrímur hefur þurft að breyta um stefnu í Icesave málinu.
Hins vegar er athyglisvert að Kjartan virðist sammála því sem Steingrímur skrifar um Icesave í janúar síðastliðinn þar sem Steingrímur getur sér til að eignir Landsbankans munu ekki nema að litlum hluta ganga upp í Icesave skuldina. Þessi skoðun fyrrum bankaráðsmanns gengur þvert á það sem fyrrum bankastjóri Landsbankans hefur haldi fram í fjölmiðlum, að eignir munu að miklu leyti ganga upp í skuldina.
Hver hefur hér rétt fyrir sér? Er þetta vísbending um vinnubrögðin í gamla Landsbankanum. Getur Kjartan verið viss um að þar hafi allt farið fram eftir settum reglum?
Svar Steingríms er því miður ekki alveg það sem Kjartan bjóst við, ekki málsókn á Breta heldur á þá sem stofnuðu Icesave. Nú er að sjá hvort Kjartan geti reitt sig á "sína menn" í Hæstarétti?
Ríkið í mál vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Athugasemdir
Góð spurning, hvað ætli séu margir hæstaréttadómarar hæfir til þess að dæma í málum eins kannski yfir Kjartani Gunnarssyni og hans máttum?
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:14
Icesave tekur á sig nýja mynd. Til að geta farið í skaðabótamál, þá þarf skilgreint og sannanlegt tjón. Með því að samþykkja Icesave, fæst tjón. Þannig er hægt að fara í skaðabótamál sem brýtur niður Sjálfstæðisflokkinn. Gott fyrir Steingrím.
Reikningurinn: 500 milljarðar, sem þjóðin þarf að borga svo Steingrímur geti tryggt sína pólitísku framtíð næstu 10 árin.
Doddi D (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:17
Nú kemur sér vel fyrir Kjartan að klíkubróðir hans, Björn Bjarnason, er búinn að rústa dómskerfinu (með smá hjálp frá Árna Matt) með því að horfa eingöngu á flokksskýrteini umsækjenda en ekki hæfi.
Kjartan er því nokkuð öruggur með það að verða ekki dæmdur.
Alli, 21.8.2009 kl. 13:53
Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn.
Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.