Fjármál OR í rúst

Það verðu ekki annað sagt en að fjármál OR séu ein rjúkandi rúst.

Rekstrartekjur fyrri hluta árs námu 11.925 milljónum króna, EBITDA var 5.692 milljónir króna en
fjármagnsliðir voru neikvæðir um 14.132 milljónir króna á tímabilinu.  Heildarskuldir fyrirtækisins þann 30. júní 2009 voru 227.094 milljónir kr.

Að fjármagnsliðir séu neikvæðir um hærri upphæð en rekstrartekjur gengur auðvita ekki upp til lengdar.  Á 5% vöxtum er vaxtakostnaður 11.350 m kr. á ári á móti EBITDA af svipaðri upphæð.  

Hvernig gat þetta gerst?  Hvernig 7% veiking krónunnar veldur þessu öllu er heldur ekki ljóst!

Það verður ekki annað séð en að OR sé tæknilega gjaldþrota. 


mbl.is 10,6 milljarða halli á Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta eru alveg skelfilegar tölur.  Allsstaðar nema á Íslandi eru orkufyrirtæki rekin með bullandi hagnaði.  

Guðmundur Pétursson, 21.8.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Já þetta er skelfilegt og ekki batnar það þegar OR heldur því fram að 7% fall krónunnar sé aðalvandinn.  Svona yfirlýsingar sýna ótrúlega vankunnáttu og dómgreindarleysi og gefa örlitla innsýn í þann hugsunarhátt sem virðist viðgangast á Íslandi. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.8.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband