Hverjir sömdu neyðarlögin?

Hvaða einstaklingar sömdu neyðarlög Geirs Haarde?  Hvaða hjálp fengu þeir?  Leituðu þeir álits hjá EFTA? 

Kvörtun erlendar banka er ansi víðtæk: 

Í kvörtuninni koma fram fimm málsástæður; brot á jafnræðisreglu, brot á ríkisstyrkjaákvæðum, brot á ákvæðum um fjárhagslega endurskipulagningu fjármálafyrirtækja, á mannréttindarsáttmála Evrópu og að lögmætar væntingar hafi verið brotnar.Var eitthvað af þessu athugað áður en lögin voru skrifuð og samþykkt.  Gerði einhver Alþingismaður athugasemd við þessa lagasetningu?

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig þetta fer fyrir EFTA dómstólnum.  


mbl.is EES hugsanlega í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man ekki betur en að Samfylkingin hafi verið með puttana í bankamálunum.

"you know" BANKAMÁLARÁÐHERRA ! VISKIPTAMÁLARÁÐHERRA !

Alveg magnað hvað fólk gleymir þeirra þætti ! Það gerir sjálf sig að imbum með þessari einfeldni !

BTG (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Voru þessi neyðarlög ekki samin í stjórnartíð Sjálfsstæðisflokks og Samfylkingar á þeim tíma þegar Björgvin G. var sí og æ að svara fyrir. Minnir það.

Víðir Benediktsson, 19.8.2009 kl. 20:44

3 identicon

Verðum við dæmdir inn í Evrópusambandið?

Bldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:20

4 identicon

http://www.althingi.is/altext/136/s/0085.html

,,

Alþingi samþykkti á 12. tímanum í gærkvöld neyðarlög vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Frumvarpið var samþykkt með 50 atkvæðum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins samþykktu það en 12 þingmenn Vinstri grænna og Frjálslyndra sátu hjá. Lögin hafa þegar tekið gildi.

Stjórnarandstæðingar töldu að með víðtæku framsali valdheimilda til fjármálaeftirlitsins, sem enginn hefur kosið til starfa, sé gengið á ystu brún þess sem stjórnarskráin þolir.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði seint í gærkvöld að Fjármálaeftirlitið fari nú yfir stöðu einstakra fjármálafyrirtækja með stjórnendum þeirra og eigendum og þá koma í ljós hvort það fari inn í eitthvert fyrirtæki eða ekki."

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4418636

JR (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Stórkostleg mistök og vanhæfni sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar munu fylgja okkur og næstu kynslóðum. Ömurlegt.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.8.2009 kl. 21:39

6 identicon

Stórmerkilegt hvað samspillingarfólk er blint á galla síns fólks. Með tilliti til þess er vart merkilegt hvað þið Andri Geir og Jón Frímann eruð hlutdrægir í gagnrýni ykkar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að gagnrýna hluti eingöngu vegna þess að þið teljið að viss flokkar hafi staðið fyrir málum. Lítt málefnalegt og rökin detta um sjálf sig þegar í ljós kemur að sum mistök voru og verða gerð burtséð frá hvaða flokki þau koma. Ykkur væri nær að einblína á hvað sé rétt og rangt í lífinu yfirleitt, frekar en hjá hverjum flokki fyrir sig.

assa (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:41

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Assa,

Það er nú varla til sá stjórnmálamaður sem ég hef ekki gagnrýnt ef þú hefur lesið bloggið mitt frá upphafi.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.8.2009 kl. 06:21

8 identicon

Andri, ég bið þig afsökunar. Viðurkenni að ég hef ekki lesið bloggin þín skipulega (eitt og eitt þó) og fannst í fljótu bragði (of fljótu greinilega) að þetta bæri keim af hlutdrægni. En í  það minnsta fer ég ekki ofan af því að Jón Frímann á skilið alla mína ofanrituðu gagnrýni.

assa (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband