19.8.2009 | 13:42
Gjaldþrotayfirlýsing Íslands er engin gulltrygging á framtíðina!
Það er erfitt að segja til hvernig Bretar og Hollendingar munu taka á þessum Icesave fyrirvörum. Eitt er víst að þeir hafa í mörgu öðru að snúast en að hugsa um gjaldþrota eyju í norður Atlantshafi.
Ef menn hér halda að við séum hólpin ef Bretar og Hollendingar segja pass í bili er það mikil skammsýni. Þeir meta stöðuna líklega þá, að hér sé allt upp í lofti og nú sé best að reyna að róa krakkann og ekki setja allt á annan endann sem gæti gert endurheimtur á íslensku fjármagni enn erfiðari.
Það versta sem gæti gerst er að alþjóðasamfélagið misst trú, traust og áhuga á Íslandi. Við verðum látin róa okkar sjó ein og yfirgefin. Við getum gleymt ESB umsókn og aðstoð Norðurlandanna. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og einbeita okkur að borga okkar skuldir án utanaðkomandi hjálpar.
Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Það verða a.m.k. engin vetlingatök.
Finnur Bárðarson, 19.8.2009 kl. 13:59
Líklega er það að við sníðum okkur stakk eftir vexti og stefnum út úr skuldafíkninni það besta sem gæti gerst fyrir okkur.
Héðinn Björnsson, 19.8.2009 kl. 14:12
Vandamálið Héðinn er það, að enn eru hundruð Íslendinga sem ekki hafa nokkurn áhuga á snúa baki við fíkninni. Þeir munu sjá til þess að hér muni ekkert breytast. Þeir vita að þú og ég munum borga brúsann.
Finnur Bárðarson, 19.8.2009 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.