Fyrirtæki á leið úr landi

Góð og stöndug fyrirtæki er á leið úr landi.  Þau fá engan aðgang að fjármagni hér til eðlilegrar uppbyggingar.  Alfesca og HS Orka eru nýjustu dæmin.  Íslenska ríkið og lífeyrissjóðirnir hafa ekki bolmagn eða reynslu til að standa í flóknum rekstri og yfirtökum.

Þegar bestu og stöndugust fyrirtæki landsins fara út landi hverfa skattstofn og arðgreiðslur úr hagkerfinu. Það sem eftir situr er ofurskuldsett rusl sem ber engan arð og verður að halda gangandi af skattgreiðendum til að atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi.

Ef gróin íslensk fyrirtæki í matvælaframleiðslu og orkuvinnslu sjá sér ekki fært að vera "íslensk" lengur hver eru þá hin raunverulegu nýsköpunartækifæri hér á landi og hver á að fjármagna þau?


mbl.is Vill fund með fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband