18.8.2009 | 21:21
En hvað segir Toyota í Japan?
Hvað ætli eigendur Toyota í Japan segi um Magnús Kristinsson sem umboðsmann þeirra hér á landi? Hefur hann sýnt stjórnunarhæfileika og siðferðisvitund sem Japanir gera kröfur um?
Ég skora á eigendur Toyota bifreiða á Íslandi að skrifa forstjóra Toyota, Akio Toyoda línu og segja honum sína meiningu.
Hinar vanhæfu og pólitísku skilanefndir bankanna hugsa fyrst og fremst um sína menn.
![]() |
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er efni í byltingu ef ríkisbanki gefur einum auðmanninum enn upp einn eyri. Já, nú á að rukka landsmenn fyrir milljarða skuldina hans og bæta ofan á hina hundruði ef ekki þúsunda milljarða sem auðmenn hafa fengið á silfurfati á kostnað alþýðu. Hvað með AGS og ríkisstuddu ránskuldir fólksins sem stækka á meðan það sefur á nóttinni? Hví getur hann ekki farið í gjaldþrot eins og alþýða? Grátlega óþolandi að við búum enn í gjör-spilltu landi með gjör-spillta og pólitíska banka og gjör-spillt yfirvöld.
ElleE. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.