Citibank skipað að ráða óháða sérfræðinga

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur skipað Citibank að ráða utanaðkomandi mannauðsstjórnunarráðgjafa til að athuga hvort æðstu stjórnendur og bankaráð Citibanks hafa þá reynslu og þekkingu sem talin er nauðsynleg til að stýra bankanum og gæta hagsmuna skattgreiðenda. 

Hér er bandaríska fjármálaeftirlitið langt á undan því íslenska.  Ekki má einu sinn ræða hæfni og reynslu þeirra sem stýra bönkunum, skilanefndum eða fyrirtækjum í eigu ríkisins. 

Mannauðsstjórnun hjá íslenska ríkinu er pólitísk.  Þetta mun verða þjóðinni dýrkeypt og leiða til meira atvinnuleysis en ella, lægri lífskjara og skerts starfsframa fyrir þá hæfu en ópólitísku.

Því miður bendir fátt til að hér verði einhver breyting á, því enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur raunverulegar breytingar á starfsmannahaldi ríkisins á sinni stefnuskrá.  Nýlega skipað bankaráð Seðlabankans staðfestir það.

 


mbl.is Rannsókn í samvinnu við SFO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu að nokkur í ríkisstjórninni sé svo vitiborinn að lesa þessar línur og hvað þá heldur að fara eftir þeim?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er mjög skynsamlegt en síðasta dæmið um ráðningu á mannauðsstjóra er

ráðning Reykjavíkurborgar á Mannauðsstjóra án auglýsingar að sjálfsögðu.Borgrráði og þeim sem var ráðinn Mannauðsstjóri fannst það bara allt í lagi.Það sýnir auðvitað að hér er litið á starf Mannauðsstjóra sem brandara. Sá sem var ráðinn hafði meira að segja útlent háskólapróf. Okkur er bara ekki viðbjargandi, því miður. 

Einar Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ólafur,

Ég held að það séu margir vitibornir einstaklingar í ríkisstjórninni sem skilji þetta mætavel, en það er ekki nóg. 

Starfsmannahald hins opinbera er stórpólitískt og er hornsteinninn í pólitísku valdi á Íslandi.  Ef það er hreyft við því er hætta á að valdastrúktúrinn stórskaðist með ófyrirsjáanlegum afleiðingu fyrir flokksmenn, vini og kunningja.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.8.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta hugnast mér "skipað þeim að ráða" . Kaninn kann að taka í taumana. Hér sýnist einkavinavæðingin vera komin komin á fullt skrið aftur.

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Finnur,

Þetta var kannski ekki vel orðað hjá mér.  Citibank var skipað að ráða utanaðkomandi ráðgjafa.  Egon Zehnder var valinn eftir útboðsferli.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.8.2009 kl. 15:21

6 identicon

Andri Geir,

Hvað getur alþýða gert til að koma vitinu fyrir yfirvöld?   Við getum ekki lengur haft pólitísk embætti við lýði. 

Elle (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:38

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Elle,

Ég hef lagt til að stjórnvöld skipi nefnd innlendra og erlendar sérfræðing (t.d frá hinum Norðurlöndunum) til að fara yfir starfsmannahald hjá hinu opinbera hér á landi og bera saman við það besta sem gerist erlendis.  Á þessum grundvelli á nefndin að leggja til tillögur um úrbætur hér.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.8.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband