13.8.2009 | 06:52
Exista að blóðsjúga viðskiptavini Símans og VÍS?
Nýtt eignarhald er nauðsynlegt hjá Exista. Núverandi stjórnendur hafa hvorki traust né trúverðugleika til að stýra félaginu áfram.
Félagið er í rúst og að halda að besta stragegían sé að blóðsjúga viðskiptavini Símans og VÍS til að hámarka hagnað er ekkert nema ódýr afsökun hjá bakkabræðrum til að viðhalda völdum.
Fyrirtæki eins og Síminn sem er þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki verður að búa við eðlilega og sterka fjármagnsstöðu. Þar verður hlutfall á milli eigið fés og lánsfés að vera skynsamlegt og samkeppnishæft til að gæta hagsmuna allra aðila og þá sérstaklega almennings og viðskiptavina Símans.
Það er mikil hætta í því ástandi sem nú ríkir að óðeðlileg skuldastaða og óæskilegt eignarhald margra fyrirtækja verði til þess að vandanum verði velt yfir á viðskiptavini í formi uppsprengds verðs á þeim forsendum að nú þurfi að sýna hagnað til að borga skuldir. Þetta mun auðvita leiða til aukinnar verðbólgu og lífskjaraskerðingar.
Þegar til lengri tíma er litið munu þessi fyrirtæki einfaldlega lognast útaf. Þegar við erum komin inn í ESB mun erlend samkeppni aukast. Þá munu fyrirtæki koma inn á markaðinn sem eru með eðlilega efnahagsreikninga og því mjög samkeppnishæf við íslensk skuldafyrirtæki. Verð mun lækka og íslensku fyrirtækin fara í gjaldþrot eða verða keypt á slikk af erlendum keppinautum.
Framtíð skuldsettra íslenskrar fyrirtækja er ekki björt!
„Knýja Exista í gjaldþrot“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert.
En væri ekki bara allt í lagi að Síminn tapi þá viðskiptavinum yfir til Vodafone sem hefur sterkari stöðu eftir 13 milljarða skuldaniðurfellingu? Á ekki bara að láta skuldsett fyrirtæki rúlla og láta þá aðra betri taka yfir markaðinn?
En með ESB og sterkari samkeppni - eru nokkrar samkeppnishömlur á erlenda samkeppni á Íslandi í dag? EES á að tryggja þetta jafnræði. Erlendir aðilar hafa bara ekki sýnt þroskuðum markaði á Íslandi nokkurn áhuga hingað til.
Guðbjörn Sverrir Hreinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 07:42
Guðbjörn,
Það er ekki hægt að láta Símann rúlla. Þar er tækniþekking og eignir sem þarf að varðveita svo er íslensk einokun ekki betri en erlend. Ef Vodafone fær alla viðskiptavini Símans þá fara þeir bara í einokunarverðlagningu. Nei hagsmunum neytenda verður aðeins borgið með öflugri samkeppni heilbrigðra fyrirtækja.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.8.2009 kl. 08:01
Nú þarf ég að biðja þig um að útskýra fyrir mér hvað þú meinar með því að "blóðsjúga viðskiptavini Símans"
Bakkabræður hafa aldrei tekið krónu út úr Símanum og stendur Síminn vel. Síminn er vel rekð fyrirtæki og ekki er þörf á að henda 30milljörðum inn í það fyrirtæki eins og þurfti að gera fyrir Vodafone sem var mjög illa rekið (eins og sjá má í tekjublöðunum á mismuninum á milli launa hjá þessum fyrirtækjum).
Ef þú fylgist með fréttum þá hefur séð hér á mbl.is að símakostnaður hefur lækkað á Íslandi miðað við önnur lönd í heiminum og er Ísland undir meðallagi í símakostnaði.
Því heimta ég útskýringar á þínum orðum. Það er merkilegt þegar hver einasti maður í landinu getur skrifað hvað sem þeir vilja í íslenskum fjölmiðlum án þess að vera með neitt milli handana til að bakka skrif sín upp!!
Finnbogi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:19
Matthías Ásgeirsson, 13.8.2009 kl. 09:22
Finnbogi,
Hvernig ætlar Exista að borga sínar skuldir nema með tekjum og arði frá dótturfélögum sínum? Félag eins og Exista sem er tæknileg gjaldþrota er ekki stætt á að fara með eignarhald á fyrirtæki eins og Símanum. Ætli eignir Símans séu ekki veðsettar upp í topp vegna lána Exista? Ef svo er, er ekki hægt að segja að Síminn hafi eðlilegan efnahagsreikning.
Það verður að koma í veg fyrir að Exista geti gengi í sjóði Símans og viðskiptavina þess til að borga sínar skuldir. Nú er um að gera að byrgja brunninn áður en barnið fellur ofaní.
Samkvæmt síðasta ársreikningi Exista 2007 eru tekjur félagsins að mestu leiti hagnaður af dótturfélögum sbr.
Share of profits of associates 756.2 m
Total revenues 961.5 m
Tekjur móðurfélagsins verða því varla auknar nema að hagnaður dótturfélaganna aukist sem gerist með því að auka tekjur þeirra og/eða lækka kostnað. Það verður hins vegar ekki gert nema með því að hækka taxta á viðskiptavini og/eða lækka laun starfsmanna.
Ef litið er á efnahagsreikning Exista er skuldir svo gríðarlegar og afborganir miklar að ekki er hægt að sjá hvernig á að vera hægt að greiða vexti hvað þá afborganir án þess að stórhækka hagnað dótturfélaganna. 2010 og 2011 koma lán til greiðslu sem nema yfir 2,000 m evra sbr. síðasta ársreikningi Exista, bls. 67.
Þau verða varla borguð nema með því að "blóðsjúga" viðskiptavini dótturfélaganna.
QED
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.8.2009 kl. 10:04
Ekki að ég vilji bera hönd fyrir Bakkabræðurna, þeir hafa fyrir löngu gert í buxurnar að mínu mati, en þetta er nú dálítil einföldun hjá þér Andir Geir.
Exista á fjarskiptafyrirtækin Símann og Mílu og þau eru rekin undir eftirliti Póst- & fjarskiptastofnunar og þurfa að bera allar breytingar á verðskrá undir það apparat.
Það er því ekki einfalt fyrir þau að "blóðmjólka" sína viðskiptavini auk þess að þeir geta langflestir leitað til annarra aðila.
Hins vegar, sem kaupandi trygginga hjá VÍS og verandi með bílalán hjá Lýsingu,þá finnst mér hins vegar að það sé reglulega verið að blóðmjólka mig þar
Bensi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:20
Afsakaðu, það átti auðvitað að standa Andri Geir í innlegginu hér að ofan.
Smá innsláttarvilla af minni hálfu
Bensi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:28
Bensi,
Takk fyrir athugasemdina. Auðvita á þetta við öll dótturfélög Exista og langt út fyrir það fyrirtæki. Málið er að þegar útrásarvíkingar sem eru með allt niður um sig fara að tala um að þeir séu bestir til að reka fyrirtækin með "hagnaði" eiga viðvörunarbjöllur að fara af stað.
Stundum þarf maður líka að einfalda málið til að koma sínum sjónarmiðum að svo tekið sé eftir þeim.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.8.2009 kl. 10:32
Ég get nú ekki séð annað en fjarskiptafyrirtækin stóru (Síminn & Vodafone) hafi verið að hækka gjaldskrá smá auk þess sem þeir breyttu í byrjun sumar aðferðum við gjaldskráningu símtala. Auk þess hafa verið lögð á ýmis þjónustugjöld sem voru ekki til áður.
Ef þú ert með ADSL hjá þessum fyrirtækjum þá fékstu router frítt einu sinni. Ég tók eftir því í vor að ég var látinn borga eitthvað smá fyrir leigu á routernum sem ég hafði ekki verið rukkaður fyrir á t.d. síðasta ári. Veit ekki hvenar þetta gjald kom á.
Svo var síminn einu sinni að stæra sig á að þeir væru eina fjarskipafyrirtækið sem var með sekúndu gjaldskráningu. Það er að þú borgaðir bara fyrir þann tíma sem þú talaðir. Núna eru að ég held flesst fyrirtækin með í GSM mínútugjaldtöku sem þýðir að þú borgar fyrir hverja brjaða mínútu. Að meðaltali er fólk því að borga 30 sek of mikið fyrir símtalið.
Það er allstaðar verið að hækka verð, setja á aukagjöld, minnka pakka, og smá samann læka lífskjör almennings.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:21
Góður punktur Þorsteinn með sekúndumælinguna hjá Símanum.
Man hvað ég var hneykslaður á þeim þegar þeir breyttu þessu (held að það hafi nú verið 2007 þegar flest öllum á klakanum var augljóslega sama ).
Annars verður maður að gera sér grein fyrir því að allur kostnaður þessara fyrirtækja hefur aukist gríðarlega á stuttum tíma. Það er alveg ljóst að aukning á kostnaði mun fara út í verðlagið því að einhvern veginn verða fyrirtækin að ná inn fyrir kostnaðinum.
T.d. hefur tækjabúnaður allt að tvöfaldast í innkaupum þar sem hann er allur í erlendri mynt. Þá eru örugglega erlendar skuldir sem íþyngja fjarskiptafyrirtækjunum. A.m.k. er það ljóst með Skipti þar sem það er nú á almennu vitorði að þar var um skuldsetta yfirtöku að ræða. Ætli lánin þar hafi ekki nánast tvöfaldast líka
Allt hefur þetta áhrif á almennt verðlag og lánin okkar út af fjandans verðtryggingu og vísitölubindingu
Bensi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:24
Síminn og vodafone rukkuðu 60/10 (borgar alltaf fyrir fyrstu mínútuna í tali og svo á 10 sek fresti eftir það) þangað til í mars í ár þá var því breytt í 60/60.
Sekúndumælingu í einstaklingsáskriftum farsíma var hætt árið 2005
Anna (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.