Hver heggur á hnútinn?

Icesave er of alvarlegt mál til að gera það persónulegt.  Hér verða hagsmunir þjóðarinnar að ráða ferðinni.  Vandamálið er að Icesave skuldbindingarnar eru þekktar en algjör óvissa ríkir um kostnaðinn við að fella samninginn.  Hætta er á að við ofmetum hið þekkta og vanmetum óvissuna.  

Greinilegt er að Bretar og Hollendingar eru ekki til viðræðna nú um neinar tilslakanir enda varla hægt að búast við því þegar ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar haggast ekki í sinni afstöðu.  Hver stjórnar Íslandi hlýtur að vera spurning ofarlega í hugum margra.

Einhver verðu að höggva á þennan hnút.  Eitt er víst, heildarkostnaðurinn við Icesave (beinn og óbeinn) eykst í hlutfalli við tímann sem líður. 


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Örlög þjóðarinnar virðast nú vera í höndunum á einum manni - Ögmundi Jónassyni.

Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda... 

Kama Sutra, 11.8.2009 kl. 23:24

2 identicon

Örlög þjóðarinnar eru ekkert í höndum Ögmundar. Slíkar fullyrðingar eru hreinlega lágkúrulegar.

Örlög Íslands eru afleiðing af skefjalausri spillingu, græðgi og vankunnáttu síðustu ára og áratuga. Almennur skortur á víðsýni íslenskra stjórn- og embættismanna hefur komið okkur í þessa stöðu sem við erum í núna.

Að halda að framhaldið sé undir einum manni komið er hjóm.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 00:37

3 identicon

Gott hjá Birni og algerlega sammála honum.  

Jói (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 01:50

4 identicon

Sjónarhorn:

Í einkamálum er venjan að milli aðila gangi s.k. "offer to settle" sem þýða má sem tilboð til að jafna ágreining.  T.d. í Kanadíska dómskerfinu  þar sem ég þekki til.

Þetta á líka við þó að aðilar lifi í sitt hvoru landinu.

Þá sendir annar aðilinn sitt "sáttatilboð". Kröfur hans geta síðan virst ósanngjarnar og þá sendir hinn sitt tilboð. Loks mætast aðilar og skrifa undir samning.

Bretar hafa sent sitt "offer to settle" sem er þessi samningur sem nú liggur fyrir.

Það er ekkert að því að við sendum úr okkar "offer to settle" = Umræddar Breytingar= Fyrirvarar.

Eðlilegasti hlutur í heimi - og það vita Bretarnir.

"Einfeldningarnir" hér telja það þó hina mestu óráðssíu.

Mér dettur í hug orðið: "Rörsýn" þegar ég horfi áframgang valdhafa hér (þó vil ég taka fram að höfundurinn Geir H. Haarde í góðri samvinnu við Ingibjörgu Sólrúnu er þar fremstur í flokki) .

Ég tel reyndar eitthvað mikið vera að sem marki þennan málatilbúnað - undirliggjandi - sem ég tengi spillingunni hér og þeim heljartökum sem auðmenn hafa á fjórflokknum hér.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:57

5 identicon

Ég held að þetta sé rétt hjá þér, Hákon.   "Offer to settle"  er eðlileg og rökrétt leið.   Það er í hæsta máta óeðligt hvað það er mikill tregi í íslenskum yfirvöldum og óeðlilegur vilji að bara skrifa undir og líklegt að eitthvað sé þar undirliggjandi eins og þú bendir á í síðustu setningunni. 

Jóhann (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:07

6 identicon

Uppfærð aths.: 

Jóhann:  Rétt að færa til bókar pistil minn frá því fyrr í kvöld varðandi heljartök auðmanna hér sem m.a. skilar sér í þöggunarvaldi.  Valdi sem hefur verið beitt hér grimmt svo árum skiptir.  Tiltek öfgafullt dæmi tiltekins auðmanns, hvers nafn nánast enginn þorir að nefna, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem er búinn að "kaupa upp" flesta fjölmiðla landsins.

Þarf þetta eitthvað frekari útskýringa við ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 00:11

7 Smámynd: Elle_

Nei, takk fyrir það, Hákon.  Kíkti þangað. 

Elle_, 15.8.2009 kl. 01:02

8 identicon

Hákon, ég skal bara nefna þann öfgamann líka, Jón Á. Jóhannesson.  Það er sannkallað þöggunarvald ef maðurinn rekur fjölda stærri fjölmiðla landsins.   Nei, það þarf engra frekari útskýringa við. 

Jóhann (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband