10.8.2009 | 20:57
Ætla VG þingmenn að skora sjálfsmark?
Ætla nokkrir VG þingmenn að kjósa með stjórnarandstöðunni gegn Icesave og þar með fella sína eigin stjórn til að hleypa stjórnarandstöðunni að?
Ef það gerist eru stærstar líkur á að við fáum ekkert betri samning en Svavars samninginn, en við fáum nýja ríkisstjórn og gamli Icesave fer í geng.
Eru þetta hagsmunir þeirra sem kusu VG?
Ekki öll nótt úti enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitt er öruggt, við ráðum ekki við þær skuldir sem verið er að leggja á okkur. Allir spádómar um hvað gerist að öðru leyti eru vangaveltur og þar hefur þú ekki meiri spádómsgáfu en næsti maður.
Doddi D (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 21:22
Fallegar skjöldóttar kýr.
Mig hefur alltaf grunað að VG væri skjól fyrir ek. framsóknarmenn. Eru ekki valkostirnir Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eða VG og Framsókn?
Gagarýnir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 21:30
Ég er búin að snúast í þessu máli: samþykkjum Icesave eins og hann liggur fyrir núna. Með því sýnum við nauðsynlega auðmýkt alþjóðasamfélaginu sem vill knésetja okkur núna, því við eigum það skilið sem refsingu fyrir:
Rósa (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 21:46
Á Íslandi ríkir þingræði, þannig að ef framkvæmdavaldinu mistekst svo herfilega að meirihluti þingsins tekur af því ráðin, þá ætti ríkisstjórnin að segja af sér.
Þessar aðstæður hafa hins vegar aldrei áður skapast í þingræðissögu landsins, þannig að ekki eru til nein fordæmi eða víti til að varast. Þá eru aðstæðurnar núna algerlega sérstakar.
Það getur verið að af öllum valkostum um stjórnarmynstur þá verði eftir sem áður ábyrgðarfyllst að viðhalda núverandi stjórn.
Þjóðstjórn liggur ekki fyrir og leið stjórnarandstöðunnar (að Liljum meðtöldum) út er ekki vörðuð. Athugið að málflutningur Liljanna og Ögmundar er jafnvel enn ábyrgðarlausari en FL-okkanna, því þau tala fyrir að Ísland lýsi yfir gjaldþroti, taki engin erlend lán og reyni að bjarga sér á eigin spýtur eins og tókst svo ágætlega á 6. áratugnum (eða þannig).
Það yrði Íslandi dýrt ef hér ríkti langt tímabil stjórnarkreppu. Ríkisstjórnin yrði þó verulega löskuð, ófær um að taka forystuna út úr Icesave vandanum. Eins og Gunnar Helgi bendir líka á þá hefur skapast skotleyfi fyrir órólegu deildina í VG til að halda áfram að vera í stjórnarnandstöðu.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 21:48
Ómar,
Já það eru nokkrir þingmenn í VG sem hafa ekki áttað sig á að flokkur þeirra er í stjórn en ekki stjórnarandstöðu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 11.8.2009 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.