10.8.2009 | 07:26
Alþingi: Að vinna með bundið fyrir augun
Hið tragikómíska sjónarspil heldur áfram á Alþingi. Þar hafa menn bundið fyrir augun og halda að það gefi þeim betri sýn á Icesave. Engin samstað er um framhaldið, hver höndin upp á móti annarri.
Engum dettur í hug að hringja í mótaðilana til að fá haldbærar upplýsingar um hvaða möguleikar eru í stöðunni. Svo vanir eru þingmenn að vinna einangraðir í sínum fílabeinsturni að þeim dettur ekki einu sinn í hug að taka upp tólið. Eða kann enginn nógu góða ensku til að gera sig skiljanlegan við erlenda aðila? Ekki segja mér að þetta sé íslensk feimni?
Hvað sem veldur, eru svona vinnubrögð ekki góð fyrirmynd fyrir næstu kynslóð. Hvar á hún að læra betri siði og vinnubrögð?
Afstaða stjórnarandstöðu óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlegur barnaskapur er það að halda að hægt sé að fá upp hverjir möguleikarnir eru í stöðunni með því að hringja í Bretana! Það er jafn fáránlegt og að halda að keppandi í skákeinvígi geti bara spurt andstæðinginn yfir borðið: Hvað ætlar þú að gera ef ég drep þetta peð? Það væri þó kannski sterkur leikur, því að líklega dræpist andstæðingurinn úr hlátri.
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.8.2009 kl. 08:03
Góð og náin samskipti eru alltaf til góða. Það sakar aldrei að sýna lit og tala við fólk og útskýra okkar afstöðu. Það er alltaf hægt að fá smá upplýsingar um afstöðu mótaðilans með því að tala, og svo sendir það út skilaboð að við erum í alvöru að ræða þessi mál og viljum ná samkomulagi. Annars lítur þetta út sem innanlandspólitík.
Forsætisráðuneytið ætti fyrir löngu að hafa farið fram á fund með Bretum, Hollendingum, AGS og EBS á ráðherrastigi til að ræða málin og útskýra afstöðu Íslands.
Hvað hefur þögn fært okkur nema þennan Svavars samning.
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.8.2009 kl. 08:57
Að fella samninginn án þess að reyna að fá honum breytt er ekki góð strategía. Skömminni skárra er að senda þetta til baka til ríkisstjórnarinnar og segja henni að reyna að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu. Ef þetta er fellt án þess að við tölum við Breta er líklegt að þeir fari í hart. Við hverja eiga þeir svo að semja ef Alþingi fellir þetta? Þeir munu krefjast tryggs samningsumboðs sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki. Þar með er komin erfið stjórnarkreppa sem veikir okkar stöðu.
Nei, þeir sem hugsa þetta til enda komast aldrei að þeirri niðurstöð að besta strategían sé að fella samninginn án þess að tala við mótaðilana. Hér er því miður enn eitt klúðrið í uppsiglingu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.8.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.