7.8.2009 | 07:35
Við hverja er verið að endursemja?
Ef Alþingi krefst endurbóta á samningnum og Hollendingar og Bretar segja að það sé búið að semja verður fyrsta spurning þeirra: við hverja sömdum við og við hverja eigum við að endursemja? Hver er með samningsumboð fyrir hönd Alþingis? Varla núverandi stjórn.
Hvers vegna ættu viðsemjendur okkar að fara að eyða tíma í nýjan samning þegar þeir eru ekki vissir um samningsumboðið. Hvernig ætlað Alþingi að sannfæra aljóðasamfélagið? Varla getur AGS tekið mikið mark á stjórn sem ekki hefur umboð þingsins.
Mjög óheppileg stjórnarkreppa er í uppsiglingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
„Það er búið að semja!“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru íslendingar sem eiga að borga, þá hljótum við að geta sagt til um eitthvað sem að málinu snýr. Ég fyrir mitt leyti er viss um að samninganefndin sem var með Svavar Gests. í fararbroddi, hlýtur að hafa verið í einhverju annarlegu ástandi. Við hefðum getað sent 10 ára arfafrekann krakka í dæmið, og það hefði skilað sér betur. Svo er Steingrímur "afar sár" að fólk dæmir þessa samningastjórn. Ég vildi gjarnan sjá frá þeim fundarsköp og tímafjölda+ kosnað sem hefur verið lagður fram af samninganefndinni.
j.a. (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 08:00
Við klúðruðum ferlinu. Öll þessi lögfræðiálit og hagfræðiútreikningar áttu að koma fram fyrr og áður en skrifað var undir af framkvæmdavaldinu. Upplýsingaflæði til Alþingis var ófullkomið. Framkvæmdavaldið verðu að læra sína lexíu að sniðganga ekki Alþingi í veigamiklum málum. Efnahagsnefnd og utanríkisnefnd Alþingis áttu auðvita að koma að samningsferlinu fyrir löngu.
En það breytir ekki því að við erum þar sem við erum og verðum að gera það besta í erfiðri stöðu. Að fara að endursemja núna er að kalla á stjórnarkreppu ofna á allt annað. Mun betra að taka slaginn, samþykkja þetta og endurskoða seinna þegar meiri vissa er komin í okkar efnahagsmál.
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.8.2009 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.