Hlutafé í Icelandair - dulbúin skattlagning?

90% af öllum fjárfestingum í íslenskum hlutabréfum síðustu 30 árin hafa enda með ósköpum.  Hinn almenni hluthafi hvort sem hann fjárfestir beint eða í gegnum sinn lífeyrissjóð hefur tapað.

Íslenski markaðurinn hefur reynst að mestum hluta til ein stór svikamilla til að koma fjármagni frá mörgum yfir á hendur fárra.  Stjórnunarhæfileikar hafa oftast verið lítilfjörlegir og enginn í stjórn íslenskra hlutafélaga sitja sem óháðir stjórnarmenn til að gæta hagsmuna hins almenna hluthafa.

Til að bæta gráu ofan á svart, hefur flugfélagarekstur  í gegnum tíðina aldrei sem heild skilað hagnaði.  Einstaka félög eru rekin vel en heildin er alltaf í tapi.  Það er því óskiljanlegt hverjir setja sína peninga í flugrekstur?

Íslenskir lífeyrissjóðir verða píndir til af pólitískum öflum til að taka þátt í þessu hlutabréfaútboði.  Þetta er ekkert annað en dulbúin skattlagning á lífeyrissparnað landsmanna til að bæta félaginu þá sjóði sem "rýrnuðu" í tíð Hannesar Smárasonar.


mbl.is Heimild til að auka hlutafé Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er athyglisvert, 90% hlutafjárfestinga glatað fé. Sammála að öðru leiti. Gerir ekkert annað en staðfesta hversu glötuð stefna hefur verið rekin hér á landi nánast frá lýðveldisstofnun.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.8.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband