3.8.2009 | 22:17
Hvers vegna er Eva hér?
Væri þörf á Evu hér ef Björn Bjarnarson hefði aldrei verið dómsmálaráðherra?
Þeir sem voru í brúnni þegar þjóðarskútunni var siglt í strand ættu ekki að krítisera björgunaraðgerðir.
Ef þeir hefðu staðið sig í stykkinu væri ekki þörf á neinum aðgerðum!
Að Björn skuli nú vera farinn að nota Evu í sínu pólitíska "comeback" er fyrir neðan allar hellur.
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ímyndarendurnýjun á fullu. Maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta.
hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 22:36
Aðeins þeir sem skilja og já réttlætið,
Skilja þegar það er sett upp hinir ekki.
Jón Sveinsson, 3.8.2009 kl. 22:39
Ég held það hafi verið Björgvin Sig sem var í brúnni á bankamálaráðuneytinu og Ingibjörg Sólrún sem fór í kynningarferðir til fegrunar illa stöddum bönkunum í útlöndum, en ekki Björn. En það er fólk sem er með Björn á heilanum hvað sem gerist. Það er nefninlega vit í því sem hann segir, og sannleikanum verða ráðaleysingar sárreiðastir.
padre (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:29
Batnandi er mönnum best að lifa, kannski áttar BB sig á því hvað flokkurinn hans hefur gert íslandi, kannski.
sr (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:23
Ég held að það fólk sem sat í árum saman í ríkisstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og tók þátt í að stýra skútunni svona hræðilega illa milli skerjanna, það fólk er trausti rúið um aldur og æfi og á að hætta afskiptum af pólitík.
Ráðherrunum Einari Kr Guðfinnssyni og Guðlaugi Þór, þeim var báðum hafnaði sem oddvitum í sínum kjördæmum í prófkjörum. Breytt kosningalög þar sem kjósendur merka við frambjóðendur munu þurrka þessa menn út af þingi. Sama mun gerst með BB reyni hann að bjóða sig fram aftur. Þessir menn eiga ekki sjens, verði kosningalögum breytt eins og til stendur að gera. Við þurfum því ekki að óttast eitthvað "Comback" frá Birni í pólitík.
Ég held hann sé einfaldlega að reyna að láta bera á sér því nú stendur til að skipa samninganefndina sem fer til Brussel. Hann langar í hana til að reyna að koma í veg fyrir að Íslendingar fái góðan samning sem líklegt er að þjóðin samþykki og heldur að ríkisstjórnin sé svo vitlaus að hún skipi einn mesta Evrópuhatara á Íslandi í samninganefndina.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 00:24
Góður punktur !! gaman hins vegar hvað hann er allt í einu ánægður með hina Vinstri sinnuðu Evu Joly sem er svona Ögmundur á evrópuþinginu :-)
sennilega af því að hann vonar að hann gæti mögulega unnið sér inn prik með því ..
Heiða (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:49
Þú misskilur Joly Andri
Hún Eva Joly er ekki að skrifa þessa grein vegna vinnu sinnar fyrir íslensk stjórnvöld.
Hún Eva Joly er eldklár kerling sem er einn örfárra útlendinga sem hefur þá yfirsýn sem þarf til að skilja orsök og afleiðingu í íslenska efnahagshruninu. Hún er að skrifa þessa grein til að koma vitinu fyrir afvegleidda og ráðvillta ríkisstjón íslands sem hún sér að aðhefst lítið annað en að kyssa vönd böðulsins.
Hún er líka að skrifa þessa grein til að koma vitinu fyrir afvegaleit og ráðvillt evrópusambandið sem hún sér að hefur ekki yfirsýn á vandann.
Guðmundur Jónsson, 4.8.2009 kl. 01:08
Ég tek undir með Guðmundi Jónssyni. Annað, ég skemmti mér konunglega yfir því hve góð tök Björn Bjarnason hefur á pólitískum andstæðingum sínum. Hér kemur hver á fætur öðrum fram sem vill svifta Björn tjáningarfrelsinu. Ég vek athygli á því að Björn er einfaldlega að lýsa sinni skoðun á sinni heimasíðu. En hann hefur svo rétt fyrir sér að kommunum hreinlega svíður það. Björn er greinilega kóngurinn ennþá, BB King.
Sjonni (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:23
Ég held það hafi verið Björgvin Sig sem var í brúnni á bankamálaráðuneytinu og Ingibjörg Sólrún sem fór í kynningarferðir til fegrunar illa stöddum bönkunum í útlöndum, en ekki Björn. En það er fólk sem er með Björn á heilanum hvað sem gerist. Það er nefninlega vit í því sem hann segir, og sannleikanum verða ráðaleysingar sárreiðastir.
padre (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:29
Hárrétt Padre. En gleymum ekki aðkomu B.B. sem Dómsmálaráðherra í sömu stjórn og sitjandi í stjórnum þar á undan, hann vissi full vel, að glæpsamlegt var að skera niður Efnahagsbrotadeild Ríkislögregustjórnar þá. En á sama tíma reyna að koma sér upp varnar fylkingum! Eða jafnvel einka her. Sem vörn fyrir sinni eigin þjóð. Hvað hafði þessi stjórn á samviskunni?
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:24
Þú misskilur Joly Andri
Hún Eva Joly er ekki að skrifa þessa grein vegna vinnu sinnar fyrir íslensk stjórnvöld.
Hún Eva Joly er eldklár kerling sem er einn örfárra útlendinga sem hefur þá yfirsýn sem þarf til að skilja orsök og afleiðingu í íslenska efnahagshruninu. Hún er að skrifa þessa grein til að koma vitinu fyrir afvegleidda og ráðvillta ríkisstjón íslands sem hún sér að aðhefst lítið annað en að kyssa vönd böðulsins.
Hún er líka að skrifa þessa grein til að koma vitinu fyrir afvegaleit og ráðvillt evrópusambandið sem hún sér að hefur ekki yfirsýn á vandann.
Guðmundur Jónsson, 4.8.2009 kl. 01:08
Hjartanlega sammála Guðmundur.
Mæli einnig með að þjóðin slái í púkk, og ráði Evu sem sérstakan saksóknara við rannsókn á aðkomu pólitíkusa að hruninu. Án allrar aðkomu stjórnvalda og með fullar heimildir til að velta öllum steinum, og embættum ef út í það er farið.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:30
Mér verður flökkurt að lesa þessa vitleys ok HVAÐA BJÖRGUNARAÐGERÐIR Andri Geir? Ég hef ekki orðið var við neitt af þeim.
Fyrst stjórnvöld eru svo sammála Evu afhverju eru þeir svo ákaflega að reyna sannfæra okkur að við getum alveg borgað Icesave?
Þó ég er ekki mikil stuðningsmaður BB og sjálfstæðisflokksins þá er þetta hlutverk stjónarandstöðurnar nema þú virðist vera á móti málfrelsi. Því það er skelfilegt að sjá hversu andvaka fjölmiðlarnir eru. Þeir voru andvaka við seinnustu stjórn og eru það líka núna. Gott dæmi hafa þeir spurt einhver í ríkisstjórnin um ummæli Evu nei þeir hafa ekki gert það.
Guðmundur K (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 08:43
Auðvita getur BB skrifað það sem hann vill en þar með er ekki sagt að allt sem hann segir sé yfir gagnrýni hafið.
Grein Evu er góð, Icesave samningurinn hörmulegur en samt verður Alþingi að samþykkja hann.
Ég verð sá fyrst til að skipta um skoðun ef einhver getur sannfært mig um að Hollendingar og Bretar með samþykki AGS séu tilbúnir að endurskoða þennan samning áður en Alþingi samþykkir hann.
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.8.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.